fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Matur

Hin fullkomna tvenna – stökkar sætkartöflufranskar og chilli majó

DV Matur
Mánudaginn 8. nóvember 2021 13:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af því sem er svo gaman að leika sér með í matargerðinni eru kartöflur og sætar kartöflur eru orðnar mjög vinsælar á heimilum landsmanna í ýmsum útgáfum. Sælkerar sem eru sólgnir í kartöflur elska ekkert meira enn að fá nýjar hugmyndir af því hvernig má matreiða kartöflurnar og leika sér með brögð. Berglind Hreiðars einn okkar ástsælasti köku- matarbloggari hjá Gotterí og gersemar gerði á dögunum stökkar sætkartöflufranskar sem slógu í gegn á hennar heimili. Hér eru á ferðinni stórkostlega góðar sætkartöflufranskar að sögn Berglindar. „Þær eru góðar einar og sér sem smáréttur en sóma sér einnig með stærri máltíð, hvort sem það er hamborgari, grillaður kjúklingur, steik eða hvað sem hugurinn girnist,“segir Berglind sem er búin að finna bragðið að hinni fullkomnu tvennu sætkartöflufranskar og chilli majó. Nú er bara að prófa og njóta.

Stökkar sætkartöflufranskar

1,2 kg af sætum kartöflum (2 stórar)

3 msk. maizenamjöl

100 ml ólífuolía

2 hvítlauksrif (rifin)

2 tsk. gróft salt

½ tsk. chiliduft

½ tsk. pipar

Hellmann‘s Chilli majónes

  1. Hitið ofninn í 200°C og setjið bökunarpappír í tvær ofnskúffur.
  2. Flysjið kartöflurnar og skerið þær í um það bil 1 x 1 cm þykkar lengjur.
  3. Setjið franskarnar síðan í poka með maizenamjölinu og veltið pokanum fram og aftur þar til þær eru allar hjúpaðar þunnu lagi af mjöli.
  4. Hellið þá í sigti og hristið umfram mjöl af þeim og setjið í nýjan poka.
  5. Hellið ólífuolíu, hvítlauk og kryddum í pokann og veltið um að nýju þar til allar kartöflurnar eru hjúpaðar olíu.
  6. Skiptið niður í ofnskúffurnar og dreifið vel úr, bakið fyrst í 20 mínútur, takið út og snúið við og bakið áfram í 15-20 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar í gegn, farnar að dökkna vel og orðnar stökkar.
  7. Njótið með Chilli majónesi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna