fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Matur

Hvar eru bestu franskarnar í boði á Íslandi? – Álitsgjafar DV segja sína skoðun

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 23. október 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinna á ritstjórn fjölmiðils er að mörgu leyti einföld. Hún snýst í raun bara um fá hugmyndir  að fréttum, viðtölum og afþreyingarefni. Lykilatriðið er alltaf hugmyndin og eftirleikurinn er síðan misjafnlega auðveldur.

Hugmyndin að því að reyna að fá vísbendingar um hvar bestu frönsku kartöflurnar er að finna kviknaði í vikunni þegar Erla Hlynsdóttir, aðstoðarritstjóri DV, tautaði yfir tölvuskjánum sínum að um helgina, nánar tiltekið laugardaginn  23.október, væri dagur kartöflurnar. Undirritaður, nýbúinn að skoða birtingarplan helgarinnar þar sem ekki enn var um auðugan garð að gresja af efni, greip boltann á lofti og stakk upp á að setja saman nefnd álitsgjafa í grænum hvelli  um bestu frönsku kartöflurnar á landinu, svona í tilefni dagsins. Erla náði þá að klára setninguna – í dag er sumsé dagur kartöflurnar í Grasagarðinum í Reykjavík.

Þó að ekki sé um viðurkenndan alþjóðlegan kartöfludag að ræða þá var boltinn farinn að stað og skilaboð streymdu út á heppilega álitsgjafa. Hér að neðan eru niðurstöður þeirra sem eru í meira lagi fjölbreyttar og sýna að það er hægara sagt að finna bestu frönsku kartöflurnar á Íslandi.

Aðeins einn staður var nefndur tvisvar á nafn, Skalli í Árbænum, þar sem sveittustu og bestu frönsku kartöflurnar fást að mati tveggja matgæðinga. Aðrar niðurstöður eru allt frá perlu á Vík í Mýrdal til frosinna kartafla í Bónus.

Albert Eiríksson. Mynd/Anton Brink

Albert Eiríksson, matgæðingur: Því er nú auðsvarað. Það er á Smiðjunni brugghúsi í Vík í Mýrdal. Í hvert sinn sem ég fer í gegn um Vík passa ég mig á að vera svangur og nýt þess að borða vel af frönskum. 

Anna Svava Knútsdóttir. Mynd/Anton

Anna Svava Knútsdóttir, leik- og athafnakona:  Mér finnst eiginlega bara bestu franskarnar þessar sem eru keyptar frosnar í Bónus og fara inn í ofn. Þær eru í rauðum poka og hægt að krydda eins og maður vill.

Hildur Knútsdóttir  Mynd/Valli

Hildur Knútsdóttir, rithöfundur:  Mandi. Það er bara allt best hjá þeim.

Siggi Gunnars. Mynd/Anton Brink

Siggi Gunnars, útvarpsmaður og skemmtikraftur: Skalli í Hraunbæ allan daginn. Þar ræður gamli heiðarleikinn ríkjum. Frönskukrydd, og nóg af því, og best er að fá þær í bréfboka og leyfa þeim að svitna smá. Gamla góða sjoppan alla leið!

Frosti Logason.

Frosti Logason, fjölmiðlamaður: Franskarnar á Block Burger bera af

Guðmundur Ingi Þóroddsson

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu og veitingamaður: Bestu franskarnar eru klárlega hjá Skalla í Árbæ. Það eru sveittustu kartöflurnar í bænum og fólk gerir sér oft sérstaka ferð þangað eingöngu til að kaupa franskar.

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar Gunnarsson, blaðamaður á Fréttablaðinu: Bestu frönsku kartöflurnar á Íslandi eru að sjálfsögðu á Vitabar. Það er eitthvað við einfaldleikann og HEIÐARLEIKANN sem hlýtur að heilla alla venjulega Íslendinga. Svo skemmir ekki fyrir að þar fær maður bara kokteilsósu með hamborgaratilboðinu, engar spurningar og ekkert vesen.

Olga Björt Þórðardóttir. Mynd/Eva Ágústa Aradóttir

Olga Björt Þórðardóttir, fjölmiðlakona: Franskarnar á RIF í Firði, Hafnarfirði, eru geggjaðar. Skornar í bognar skífur á staðnum og hægt að löðra kokteilsósu á hverja og eina.

 

Berglind Hreiðarsdóttir

Berglind Hreiðarsdóttir, eigandi  Gotterí og gersemar: McDonalds franskar eru þær bestu og smá vesen að þær séu ekki lengur hér í boði. En að öllu gríni slepptu þá finnst mér franskarnar á Barion Mosó sjúllaðar svo þær eru bestu franskarnar á Íslandi sem stendur!

Viktoría Hermannsdóttir

Viktoría Hermannsdóttir, fjölmiðlakona: Bestu franskarnar eru í Melabúðinni. Gamaldags franskar – akkúrat réttar, ekki of þykkar né of þunnar. Ekki of brasaðar og yfirleitt alveg rétt kryddaðar.

Margrét Erla Maack. Mynd: DV/Hanna

Margrét Erla Maack sjónvarpskona: Búllan er með bestu franskarnar. Olían er virkilega bragðgóð sem þau nota þar og ekki skemmir glæsilegt sósuúrvalið og besta bernaise-sósan. Skammtastærðirnar meika einnig sens, og lítið verið að breyta þeim. Skammturinn sem kemur í tilboðinu er fullkominn og stóri með fjölskyldutilboðinu einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“