fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Matur

Dásamleg páskabomba sem bragð er af

Una í eldhúsinu
Fimmtudaginn 1. apríl 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er tilvalið að bjóða þínum nánustu í páskabröns og njóta þess að eiga góð stund saman. Ekki er verra að grípa í spil, fela marglit páskaegg í garðinum eða búa til heimagert bingó eftir matinn.

Páskabomba sem bragð er af

150 g smjörlíki
1 bolli sykur
4 egg
2 bollar hveiti
1 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. salt
1 tsk. matarsódi
2 tsk. vanilludropar
1 bolli mjólk
3 msk. kakó

Smjörkrem

250 g smjörlíki
300 g flórsykur
2 tsk. vanilludropar
KitKat kanínur (keyptar í Nettó) til skreytingar

Aðferð:

Byrjið á að hita ofninn í 180 gráður.

Blandið saman öllum þurrefnum í skál og hrærið varlega saman.

Bræðið smjörlíki og látið kólna. Næst blandast eggin, mjólkin, vanilludroparnir og smjörlíkið saman við og allt hrært vel saman.

Hellið blöndunni í tvö vel smurð hringlaga form. Bakið í um 30 mínútur, gott er að stinga prjóni í miðjuna til að kanna hvort kakan sé tilbúin, prjónninn á að koma þurr út.

Leyfið botnunum að kólna vel áður en kremið er sett á kökuna.

Smjörkremið er einfalt að gera en þið hrærið saman mjúku smjörlíki, flórsykri og vanilludropum og hafið á góðum hraða á hrærivélinni, því lengur sem kremið er hrært því hvítara verður það.

Smyrjið kreminu á kökuna og skreytið með páskakanínum úr súkkulaði, lifandi blómum eða því sem ykkur finnst eiga vel við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
02.11.2023

B.L.T. með twisti

B.L.T. með twisti
Matur
01.11.2023

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli
Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu