Una Guðmundsdóttir matgæðingur DV sýnir hér sniðugar hugmyndir sem nýta má til að skreyta hinar ýmsu veislur svo sem fermingarveislu. Í síðasta helgarblaði DV deildi Una fjölda uppskrifta sem henta vel í veislur. Fermingatertan sjálf var gullfalleg og hentar í raun í hvaða veislu sem er. Á næstu dögum mun DV birta allar uppskriftir Unu hér á vefnum.
Kökudiskar gera einfalda rétti mun veglegi. Þessir fallegu diskar fást í nokkrum litum og stærðum á hulan.is en einnig má finna ódýra kökudiska í Ikea og víðar.
Blómin bæði í vösunum og til skreytingar á kökunni eru frá Blómagallerí á Hagamel. Hægt er að panta skreytingar eftir lita-þema og nýta einnig fersk blóm í kökuskreytingar.
Bollakökuformin, sælgætiskúlur sem notaðar eru á bollakökurnar og sprautustútar fást hjá Allt í köku. Wilton kökuform Allt í köku.
Sælgætispokar og gylltartangirfást hjá Søstrene Grene.Servéttur og kerti Søstrene Grene.
Blómalímband Blómaval.
Sælgætispokana fékk ég í Søstrene Grene, þeir eru til í mismunandi fallegum litum. Eins fannst mér upplagt að kaupa litlar gylltar tangir til að forðast það að fólk fari með hendurnar í sælgætið, tangirnar fékk ég líka í Søstrene Grene.