fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Fullkomin fermingarterta er minna mál en þig grunar – uppskrift

Una í eldhúsinu
Laugardaginn 27. febrúar 2021 13:30

Una Guðmundsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Guðmundsdóttir matgæðingur DV deilir hér fallegum og bragðgóðum hugmyndum að fermingar-veislum. Þar sem ekki er vitað hvernig samkomutakmarkanir verða í kringum fermingar er sniðugt að útbúa sem mest sjálfur og geta þá skalað veisluna upp eða niður eftir þörfum.

Fermingarkaka

Hérna kemur uppskrift að fermingarköku sem virkar vel í hvaða veislu sem er. Súkkulaðibotnar með góðu smjörkremi. Ég sýni hér á myndinni tvær gerðir af því hvernig hægt er að skreyta kökuna, bæði með lifandi blómum og svo einnig með marengstoppum.

Mynd: Valgarð Gíslason

Gott trix!
Mikilvægt er að pakka blómastönglunum alltaf inn í svokallað blómalímband áður en þeim er stungið inn í kökuna. Þetta er gert til þess að forðast að vökvi úr blómunum fari í kökuna sjálfa.

Þessi uppskrift dugar í 2 botna í bökunarformi sem er 20,3 cm x 7,6 cm, hringlaga form. Ég geri svo hálfa uppskrift í viðbót til að setja í toppinn á kökunni en það form er frá Wilton í stærðinni 15,2 cm x 5,08 cm hringlaga.

 

Súkkulaðikaka

3 dl hveiti
2 dl sykur
1 tsk. matarsódi
1 tsk. salt
1 dl kakó
1/2 dl matarolía
1,5 dl ab mjólk
4 stk. egg
1 tsk. vanilludropar

Stillið ofninn á 180 gráður.
Spreyið formin með PAM spreyi eða smyrjið þau vel að innan með smjörlíki.

Blandið þurrefnum saman í skál og gott er að sigta kakóið og hrærið létt.

Blandið svo olíunni, ab-mjólkinni, vanilludropunum og eggjunum saman við og hrærið vel, ég set þetta í hrærivélina og notast við meðal hraðastillingu.
Passið að hræra blönduna vel saman þannig að hún sé kekkjalaus.Skiptið deiginu jafnt í formin tvö, setjið í ofninn og bakið í um 35 mínútur, gott að nota bökunarprjón til að kanna hvort að kakan sé alveg tilbúin.

Látið botnana alveg kólna áður en kremið og skreytingar eru settar á.

Smjörkrem

500 g smjörlíki (mjúkt)
500 g flórsykur
2 msk. vanilludropar

Blandið saman í skál smjörlíki, flórsykri og vanilludropum og þeytið vel saman á góðum hraða.

Því lengur sem hrært er því hvítara verður kremið.Takið smá part af smjörkreminu til hliðar ef valið er að lita smá part af því.

Smyrjið kreminu á kökuna, setjið vel af kremi milli botnanna og á alla kanta. Sléttið úr kreminu eins og hægt er og kælið hana í um 20 mín-útur og endurtakið aðferðina.
Setjið litað smjörkrem hér og þar á kökuna og að því loknu er best að strjúka yfir kökuna til að allt krem verði jafnt.

Pakkið blómastönglunum inn í blómalímband til þess að forðast að vökvi úr blómunum berist í matvælin, stingið blómunum hér og þar sem ykkur finnst fallegast.

Mynd: Valgarð Gíslason                                                                                                maBlóm: Blómagallerí

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum