Una Í eldhúsinu – Mér finnst alltaf svo notalegt að skella í hjónabandssælu þegar fer að hausta. Gróft og gott haframjöl með ferskri og nýlagaðri rabarbarasultu. Kakan inniheldur fá hráefni og er þægileg í framkvæmd. Hún fellur alltaf í kramið hjá okkur á heimilinu.
2 bollar hveiti
2 bollar haframjöl
1 bolli sykur
1 tsk. matarsódi
250 g smjörlíki (mjúkt)
1 stk. egg
Blandið öllum hráefnunum nema sultunni saman í skál og hnoðið saman. Smyrjið eldfast mót með smjöri og leggið blönduna í formið (takið örlítið af deiginu til hliðar – sirka 2 dl).
Best er að þrýsta blöndunni fast niður í formið þannig að það myndist þétt lag, mér finnst best að nota fingurna í þetta.
Smyrjið rabarbarasultu yfir deigið og stráið svo restinni af deiginu yfir sultuna. Bakist í ofni við 200 gráður í um 35 mínútur.