fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Matur

Hjónabandssælan klikkar seint – Ekki gleyma rjómanum

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 30. september 2020 18:00

Mynd: Samsett Dv

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Í eldhúsinu –  Mér finnst alltaf svo notalegt að skella í hjónabandssælu þegar fer að hausta. Gróft og gott haframjöl með ferskri og nýlagaðri rabarbarasultu. Kakan inniheldur fá hráefni og er þægileg í framkvæmd. Hún fellur alltaf í kramið hjá okkur á heimilinu.

2 bollar hveiti
2 bollar haframjöl
1 bolli sykur
1 tsk. matarsódi
250 g smjörlíki (mjúkt)
1 stk. egg

Blandið öllum hráefnunum nema sultunni saman í skál og hnoðið saman. Smyrjið eldfast mót með smjöri og leggið blönduna í formið (takið örlítið af deiginu til hliðar – sirka 2 dl).
Best er að þrýsta blöndunni fast niður í formið þannig að það myndist þétt lag, mér finnst best að nota fingurna í þetta.

Smyrjið rabarbarasultu yfir deigið og stráið svo restinni af deiginu yfir sultuna. Bakist í ofni við 200 gráður í um 35 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb