Halla Björg Björnsdóttir sér um Ketóhornið á DV.
Þetta veður undanfarna daga kallar svo sannarlega á huggumat og þá verður kjúklingabaka oft fyrir valinu á mínum bæ. Ég bara verð að deila með ykkur þessari huggulegu böku sem hitti heldur betur í mark.
4 kjúklingabringur
1 laukur
2-3 hvítlauksrif
4-5 sellerýstilkar
1 lítill eða 1/2 stór brokkólíhaus
1/2 rauð paprika
1 grænn laukur
Ólífuolía og smjör til steikingar
1 msk blandaðar kryddjurtir
1/2 tsk chilli explosion Santa Maria
Dass af soja sósu (glútenlausri)
1-2 teningar kjúklingakraftur
150ml rjómi
1 og 1/2 bolli möndlumjöl
1/2 bolli rifinn ostur (ég notaði Gotta)
1 msk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1 tsk fínmöluð sæta
1/2 bolli sýrður rjómi
2 egg (hrærð)
Salt á hnífsoddi
1/4 bolli bráðin kókosolía