fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
Matur

Hugguleg ketó kjúklingabaka að hætti Höllu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 17:00

Ketó kjúklingabaka að hætti Höllu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Björg Björnsdóttir sér um Ketóhornið á DV. 

Þetta veður undanfarna daga kallar svo sannarlega á huggumat og þá verður kjúklingabaka oft fyrir valinu á mínum bæ. Ég bara verð að deila með ykkur þessari huggulegu böku sem hitti heldur betur í mark.

Ketó kjúklingabaka

4 kjúklingabringur
1 laukur
2-3 hvítlauksrif
4-5 sellerýstilkar
1 lítill eða 1/2 stór brokkólíhaus
1/2 rauð paprika
1 grænn laukur
Ólífuolía og smjör til steikingar
1 msk blandaðar kryddjurtir
1/2 tsk chilli explosion Santa Maria
Dass af soja sósu (glútenlausri)
1-2 teningar kjúklingakraftur
150ml rjómi

Aðferð

  1. Hita ofninn í 200 gráður.
  2. Skera kjúklinginn í teninga og grænmetið skorið hæfilega smátt.
  3. Bræða smjörið í ólífuolíunni á miðlungsheitri pönnu. Laukurinn ásamt kjúklingnum fer fyrst á pönnuna þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Þá kryddið og grænmetið og rjóminn að lokum.
  4. Þessu er leyft að malla í ca. 10 mín á lágum hita. Á meðan má gera toppinn.

Toppurinn

1 og 1/2 bolli möndlumjöl
1/2 bolli rifinn ostur (ég notaði Gotta)
1 msk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1 tsk fínmöluð sæta
1/2 bolli sýrður rjómi
2 egg (hrærð)
Salt á hnífsoddi
1/4 bolli bráðin kókosolía

  1. Allt unnið saman í matvinnsluvél.
  2. Þá er grunnurinn færður yfir í eldfast mót og toppurinn smurður létt yfir.
  3. Bakað á 200 gráðum í 25-30 mín eða þar til toppurinn er gullinbrúnn.

Endilega fylgið mér á Instagram þar sem ég dúndra reglulega inn uppskriftum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma