fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Matur

Yfirlýsing frá fyrrum starfsmönnum Messans – „Við fengum ekki aur úr þeirri sölu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 6. júlí 2020 14:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið mæðir á nýjan eiganda Messans, Tómas Þóroddsson, þessa daganna. Fyrrum starfsmenn veitingastaðarins, sem unnu fyrir fyrri eiganda, segjast hafa verið snuðaðir um laun og hafa gengið hart fram gegn nýjum eiganda til að fá bót sinna mála. Meðal annars var veitingastaðnum lokað um helgina vegna mótmæla fyrrum starfsmanna. Tómas hefur bent á að hann hafi ekkert með meinta skuld fyrrum eigenda við starfsmenn að gera. Nú hafa fyrrverandi starfsmenn gefið út yfirlýsingu vegna málsins.

„Það eru nú komnir fjórir mánuðir síðan launin okkar, starfsfólk Messans, hefðu átt að vera greidd út. Veitingastaðurinn hefur núna verið seldur nýjum eiganda. Við fengum ekki aur úr þeirri sölu. Tómas Þóroddsson nýr eigandi staðarins er sáttur við að nýta nafn og góða orðspor Messans, sem við byggðum með vangoldnum launum vinnu okkar, en neitar að taka ábyrgð á á greiddum launum. Engin okkar, sem vann hörðum höndum við að gera Messann að frábærum stað og erum enn að bíða eftir laununum okkar, hefur verið boðið aftur í vinnu af nýjan eigandanum.“

DV greindi frá því á föstudag að fyrrverandi starfsmenn hafi fengið litlar sem engar upplýsingar um stöðuna, en að stéttarfélag þeirra sé að vinna í málinu. Tómas hafnar því að bera nokkra ábyrgð á meintum vangoldnum launum og þykir miður að reiði starfsmannanna fyrrverandi beinist í hans átt. Hann hafi rekið tvo veitingastaði við góðan orðstír og hafi enginn neitt upp á hann að klaga.
Í samtali við Fréttablaðið í gær segir Tómas að viðræður hafi þegar verið hafnar um kaup hans á Messanum þegar fyrrum starfsmenn stigu fram í Stundinni og greindu frá sínum málum.

„Ég ætla að heyra í honum[fyrrum eiganda] á morgun og fá upplýsingar um hvað hann ætli að gera í þessu máli. Ég skil reiði fólksins mjög vel en þykir leiðinlegt að þetta bitni á mér,“ sagði Tómas.

Eins sagði Tómas að hann hefði þegar ráðið fimm fyrrum starfsmenn staðarins að nýju.

„Yfirkokkurinn og yfirþjóninn störfuðu báðir hjá fyrri eigenda. Svo sóttu þrír aðrir um og ég endurréði þau líka, þannig þau eru fimm hér í vinnu hjá mér núna.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna