Þessi ferska og góða kaka er mjög einföld og tilvalin sem eftirréttur þegar maður þarf að grípa í eitthvað fljótlegt og gott. Kakan inniheldur aðeins 4 hráefni og slær alltaf í gegn.
5 Jonagold-epli
1 peli rjómi
1 pakki Lu-kanilkex
1-2 granatepli
Byrjið á því að mylja Lu-kanilkex niður í form. Afhýðið eplin og rífið þau niður með rifjárni og leggið yfir kexmylsnuna. Þeytið rjóma og smyrjið yfir eplin. Hreinsið granateplakjarnana ( rauðu berin) úr kjarna granateplanna og stráið þeim yfir rjómann. Geymið í kæli yfir nótt eða í hið minnsta 4-5 klukkustundir til að kexið nái að blotna vel.