Þessar kjötbollur eru í miklu uppáhaldi á mínu heimili. Ég hendi oft í kúrbítspasta með til að seðja kolvetnisfíknina á hollan máta og kjafnvel gallharðir pastaunnendur eins og eiginmaður minn kvarta ekkert.
Bollur:
500 g gott nautahakk
3 msk. rifinn parmesanostur
3 msk. möndlumjöl
3-4 msk. söxuð basilíka
1 msk. ítalskt krydd
1 tsk cajun bbg krydd frá Pottagöldrum eða annað kjötkrydd
2 egg (hrærð létt með gafli)
½ hvítlaukur pressaður
Salt og pipar eftir smekk
Olía til steikingar
Sósa
2 dósir hakkaðir tómatar
4 msk tómatpúrra
2 hvítlauksrif
1 msk ítlaskt krydd
1 msk fersk basilíka
4 msk rjómaostur
salt og pipar eftir smekk
Meðlæti
1 stór Kúrbítur
Parmesan til að toppa
Bætið bollunum út í heita sósuna, toppið með ferskum parmesan og basil og berið fram með kúrbítsspagetti.
Kúrbítspasta er bara kúrbítur sem „yddaður“ er með þar til gerðum spíral sem fæst t.d. í rúmfó og kokku. Munið bara að þerra strimlana og kreista úr þeim mesta vatnið og salta aðeins. Og já ekki elda það neitt – kúrbíturinn er bestur hrár! Þú trúir því ekki fyrr en þú smakkar!