fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Matur

Nýi bubblustaðurinn sem fræga fólkið mun elska

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 15. maí 2020 11:30

María Fortescue, Jóel Salómon Hjálmarsson, Kolbrún Pálína Helgadóttir og Jón Haukur Baldvinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Beyglur og bubblur er nýtt kaffihús í Listasafni Íslands. Að verkefninu standa tvö pör og miklir fagurkerar sem eiga það sameiginlegt að elska góðan og fallega fram settan mat – en það eru þau Jón Haukur Baldvinsson, Kolbrún Pálína Helgadóttir, Jóel Salómon Hjálmarsson og María Fortescue. Jóel rak meðal annars Hakkasan í Doha í Katar og Jón Haukur, Jamie Oliver á íslandi en saman reka þeir veitingastaðinn Níu á Hótel Íslandi í dag. Félagarnir sáu sér leik á borði þegar veitingastaðurinn lokaði í Coved ástandinu til þess að nýta tímann í að skapa annað ævintýri. „Við munum öll leggja hönd á plóg á Kaffi List og samnýta alla reynsluna okkar hvort sem kemur að rekstri, kynningarmálum, bakstri eða öðru stuði,“ segir Kolbrún Pálína.

Tvö ár eru síðan kaffihús var síðast starfrækt í húsinu og ætla fjórmenningarnir sér því að láta hjartað slá á ný með bæði góðum mat og ýmsum uppákomum. Einnig verður stefnt að því að opna útisvæði með veitingasölu á góðviðrisdögum í sumar. „Við erum einstaklega spennt að takast á við þetta verkefni en við höfum sett saman skemmtilegan matseðil undir nafninu bubbl ur og beyglur sem okkur fannst passa þessu listræna umhverfi mjög vel. Um er að ræða nýbakaðar beyglur með fjölbreyttu áleggi og mikið úrval freyði- og kampavíns. Einnig verður hægt að fá kökur, kaffi og ýmislegt fleira,“  segir Kolbrún Pálína um stefnu staðarins.

Kolbrún Pálína hefur gert garðinn frægan sem blaðakona, ritstjóri, fyrirsæta og einn aðstanda þáttana Ást sem sýndur var í Sjónvarpi Símans á síðasta ári svo fátt eitt sé nefnt. Kolla og sambýlismaður hennar Jón Haukur eru vel tengd og vinamörg líkt og Jóel og María svo nokkuð ljóst þykir að staðurinn verður vinsæll hjá fræga fólkinu.

 

 

https://www.instagram.com/p/CADJ2sDn73T/

Heit beygla og kaldar bubblur já takk!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb