fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
FókusMatur

Þetta borðar Laddi á venjulegum degi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 1. maí 2020 11:30

Laddi. Mynd: DV/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamanleikarinn Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi, hefur glatt landann í marga áratugi með gríni og glensi í sjónvarpsþáttum, kvikmyndum og auglýsingum, svo fátt eitt sé talið. Hann slær nú enn og aftur í gegn, í þáttaröðinni Jarðarförin mín á Sjónvarpi Símans. En hvað ætli einn ástsælasti leikari landsins borði á venjulegum degi?

Rólegur dagur

„Ég fer yfirleitt á fætur klukkan 8.30 og fæ mér morgunmat sem er mjög fábrotinn. Akkúrat núna í samkomubanninu er ekki mikið að gera en ég les einu sinni í viku inn á teiknimyndir hjá Myndformi. Svo reyni ég að nota tímann til að mála myndir,“ segir Laddi.

Hann fylgir engu ákveðnu mataræði og segist borða nánast allt.

„Ég borða mikið kjúkling á ýmsu formi, og fisk, en ég reyni alltaf að borða hollan mat,“ segir Laddi. Hann segist ekki eyða miklum tíma í eldhúsinu en vera þó mjög liðtækur í þar,  sérstaklega ef það á að vera indverskt. Uppáhaldsmáltíð hans er nefnilega indverskur matur með saffrangrjónum og spæsí kartöflum.

Breyttar matarvenjur í tökum

Þegar Laddi var í tökum fyrir þáttaröðina Jarðarförin mín breyttust matarvenjur hans sökum anna.

„Það var ein máltíð um miðjan dag, en það var reynt að hafa matinn hollan. Hann var keyptur svona héðan og þaðan, en yfirleitt gat maður valið hvort maður vildi fisk eða kjöt. Svo var það happa og glappa hvort manni fannst maturinn góður, en hann var aldrei vondur,“ segir Laddi og bætir við:

„Það var alltaf gefinn hálftími í mat, svo var alltaf hægt að ná sér í snarl á milli atriða, þar sem myndaðist bið.“

Matseðill Ladda

Morgunmatur:

Kaffi og ristað brauð með osti svo stundum set ég kavíar ofan á og stundum súrar gúrkur. Ég
nota gammeldags gurka, sem eru sænskar. Þær eru bestar.

Hádegismatur:

Borða yfirleitt á Krúsku, mjög hollur og góður matur.

Kvöldmatur:

Ekkert hefðbundið, bara létt og hollt. Laddi segir að indverskur réttur sé vinsælastur á sínu
heimili þessa stundina.

„En mín uppskrift er leyndó. Næstvinsælast er nautalund í pestósósu,“ segir hann og deilir þeirri uppskrift með lesendum.

Nautalundin hans Ladda.

Nautalund í pestósósu

800 g nautalund (4 x 200 g steikur)
3 msk. matarolía til steikingar
Salt og pipar
80 g parmesanostur (heill)

Aðferð: 

  1. Steikið kjötið í heitri olíu í 6–8 mínútur. Snúið af og til, bragðbætið með salti og pipar.
  2. Setjið á miðja diska, leggið meðlætið yfir og þunnar sneiðar af parmesanosti þar yfir.

Pestósósa með furuhnetum

4 msk. pestómauk, grænt
1 dl hvítvín, óáfengt (má sleppa
finnst mér)
2 dl kjúklingasoð (vatn og teningur)
200 g sykurbaunir (snjóbaunir)
8 msk. furuhnetur
2-3 stk. tómatar
2 dl rjómi
Salt og pipar

Aðferð:

  1. Ristið furuhnetur á þurri pönnu og setjið til hliðar.
  2. Setjið pestómauk, hvítvín, kjúklingasoð og sykurbaunir í pott og sjóðið við vægan hita í 2  mínútur.
  3. Bætið furuhnetunum og rjóma saman við og sjóðið í aðrar 2 mínútur.
  4. Sneiðið tómatana og setjið sneiðarnar í sósuna rétt áður en rétturinn er borinn fram.

Meðlæti:

Pasta (tagliatelle)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn