Halla Björg Björnsdóttir sér um Ketóhornið á DV. Nýjasta uppskriftin sem hún deilir með lesendum er æðislegt og ofureinfalt ketókex.
Hráefni:
1 poki mozzarella. Þessi í grænu pokunum frá MS (200gr)
¼ bolli rjómaostur
1 bolli möndlumjöl
1 egg
Flögusalt
Aðferð:
- Bræða saman ostana þar til þeir renna saman í eitt. Gott að nota örbylgjuofn og hræra í með 30 sekúnda millibili.
- Bæta svo möndlumjöli og eggi og blanda vel saman. Deigið verður aðeins klístrað.
- Fletja vel út á milli bökunarpappírsblaða, því þynnra, því mun stökkara kex.
- Skera kexið í bita með pizzaskera og strá saltflögum yfir.
- Baka á 180 gráðum í 10 mín á hvorri hlið.