Halla Björg Björnsdóttir sér um Ketóhornið á DV. Nýjasta uppskriftin sem hún deilir með lesendum er Baja fiskitacos með pico de gallo og léttpikkluðum lauk.
Hráefni:
700 gr hvítur fiskur
Marinering fyrir fisk:
2 msk olía (kókos/avókadó)
1 og ½ tsk chilliduft
1 tsk cumin
1 tsk paprika
1 hvítlauksrif
¼ tsk cayenne
1 tsk salt
Safi úr hálfu lime
Aðferð:
Fiskurinn settur í ziplock poka og marineraður í 1/2 -1 klukkustund.
Setja bökunarpappír á plötu, raða fiskbitum á og ofnelda í 25 mínútur á 200 gráðum.
4 tómatar skornir smátt
½ rauðlaukur smátt skorinn
Góð lúka af kóríander smáttt saxaður
Safi úr ½ lime
Smá salt, smakka til.
½ bolli grísk jógúrt
1/3 bolli avókadó mæjó
½ tsk cumin
½ tsk hvítlauksduft
¼ tsk salt
1 tsk siracha sósa
Safi úr ½ lime
½ rauðlaukur sneiddur þunnt með mandólín
1 tsk edik
Klípa af salti
Klípa af strásætu
¼ tsk lime safi
Þetta er svo borið fram með hvítkálsstrimlum, lime sneiðum og tortillum frá lowcarb.is
Þetta er brjálað gott og uppáhalds matur á mínu heimili.