fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Matur

Ketóhornið: Baja fiskitacos með léttpikluðum lauk

DV Matur
Mánudaginn 20. apríl 2020 14:55

Halla Björg Björnsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Björg Björnsdóttir sér um Ketóhornið á DV. Nýjasta uppskriftin sem hún deilir með lesendum er Baja fiskitacos með pico de gallo og léttpikkluðum lauk.

Baja fiskitacos

Hráefni:

700 gr hvítur fiskur

Marinering fyrir fisk:

2 msk olía (kókos/avókadó)

1 og ½ tsk chilliduft

1 tsk cumin

1 tsk paprika

1 hvítlauksrif

¼ tsk cayenne

1 tsk salt

Safi úr hálfu lime

Aðferð:

Fiskurinn settur í ziplock poka og marineraður í 1/2 -1 klukkustund.

Setja bökunarpappír á plötu, raða fiskbitum á og ofnelda í 25 mínútur á 200 gráðum.

Baja fiskitacos.

Pico de gallo

4 tómatar skornir smátt

½ rauðlaukur smátt skorinn

Góð lúka af kóríander smáttt saxaður

Safi úr ½ lime

Smá salt, smakka til.

Fiskitaco-sósa

½ bolli grísk jógúrt

1/3 bolli avókadó mæjó

½ tsk cumin

½ tsk hvítlauksduft

¼ tsk salt

1 tsk siracha sósa

Safi úr ½ lime

Léttpikklaður laukur

½ rauðlaukur sneiddur þunnt með mandólín

1 tsk edik

Klípa af salti

Klípa af strásætu

¼ tsk lime safi

Þetta er svo borið fram með hvítkálsstrimlum, lime sneiðum og tortillum frá lowcarb.is

Þetta er brjálað gott og uppáhalds matur á mínu heimili.

Endilega fylgið mér á Instagram þar sem ég dúndra reglulega inn uppskriftum. Næstu daga verður gjafaleikur fyrir fylgjendur mína. Ég ætla að gefa lágkolvetna tortilla kökur ásamt öðru góðgæti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma