Hanna Þóra Helgadóttir er 31 árs flugfreyja hjá Icelandair og matarbloggari. Í nýjasta tölublaði DV setur hún saman ljúffengan ketó-brunch.
Hér að neðan má sjá uppskrift Hönnu Þóru að vanillu ketó vöfflum og ketó súkkulaði smyrju.
Uppskrift 2 vöfflur :
2 egg
1 msk lyftiduft
Nokkrir Stevíu dropar með vanillubragði
Smá gold sýróp frá sukrin
20 gr smjör brætt
1 tsk vanilludropar
1 og 1/2 dl möndlumjöl
Öllu hrært saman og bakað í vöfflujárni (ég set smjör á járnið á undan)
1 peli rjómi
1 plata sykurlaust súkkulaði
3 msk gold sýróp sykurlaust
Sjóðið allt saman í potti og leyfið blöndunni að kólna.
Borðið fram með vöfflunum eða hitið í örbygjuofni og notist sem heit íssósa.