fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Matur

8 matvæli sem má alls ekki geyma í frysti

DV Matur
Laugardaginn 28. mars 2020 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú glíma Íslendingar við kórónuveiruna eins og fjölmargar aðrar þjóðir. Samkomubann hefur ríkt á Íslandi undanfarið og ekki mælt með því að fara oft í matvöruverslun. Því hafa margir gripið á það ráð að kaupa sjaldnar inn og meira í einu. Þá kemur frystirinn að góðum notum, en það er ekki allt sem lifir góðu lífi í frysti. Hér eru nokkur dæmi um slík matvæli.

Egg í skurninni

Það er í lagi að frysta egg en það er ekkert sérstaklega viturlegt að frysta þau í skurninni þar sem þau geta sprungið. Vökvinn í egginu getur blásið út í frosti með þeim afleiðingum að eggin springur. Leiðbeiningastöð heimilanna gefur þessar leiðbeiningar þegar á að frysta egg:

„Hægt er að frysta eggjarauður og eggjahvítur, í sitt hvoru lagi eða saman. Ef frysta á hvítur og rauður saman er ágætt að þeyta eggið létt og bæta út í sykri og salti (5 egg = 5 msk og 1 1/2 tsk salt). Sama gildir með rauður séu þær frystar sér, en eggjahvítur má frysta án sykurs og salts. Látið þiðna í kæliskáp.“

Kál

Kál er yfirleitt ferskt þegar það er keypt og því stökkt. Kál getur hins vegar orðið linnt og litlaust í frystinum og því ekki mælt með að frysta það.

Ferskir ávextir og grænmeti

Það er ýmislegt sem hægt er að setja í frysti aftur og aftur en ávextir og grænmeti er ekki eitt af því. Kaupið þessar vörur frekar frosnar úti í búð ef þið viljið geyma þær í frysti.

Kjöt sem hefur þiðnað

Það má alls ekki frysta kjöt aftur sem hefur verið í frysti og þiðnað. Það sama á við um fiskmeti. Ef þetta er gert geta myndast bakteríur í kjötinu og í besta falli minnkað gæði afurðanna.

Mjólk, sýrður rjómi og jógúrt

Þessar vörur geta hlaupið í kekki ef þær eru frystar. Það er svo sem allt í lagi að frysta þær en hugsanlega verða þær ekki eins góðar fyrir vikið.

Hráar kartöflur

Hráar kartöflur virka ekki vel í frysti þar sem vatnið og sterkjan standa sig ekkert sérstaklega vel í frostinu.

Ferskar kryddjurtir

Hér er í raun það sama uppi á teningnum og með kálið. Ef ferskar kryddjurtir eru frystar missa þær lit sinn og bragð og verða ofboðslega linar og aumingjalegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb