fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Matur

Leynihráefnið í eldhúsinu – Mjólkin sem gerir allt betra

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 1. mars 2020 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gaman að leika sér með ný hráefni, það er að segja ef maður hefur gaman af eldamennsku og bakstri yfirhöfuð. Hráefnið sem hefur hægt og örugglega rutt sér til rúms í bakstri á Íslandi kallast „sweetened condensed milk“, eða sæt dósamjólk. Það er mjólk sem hefur verið soðin þannig að um 60 prósent af vatninu gufar upp. Mjólkin er síðan sykruð og sett í niðursuðudósir, þannig að hún geymist í fjölmörg ár. Hægt er að sjóða mjólkina í dósinni og búa til karamellusósu eða nota hana í aðra rétti án þess að sjóða hana. Hér eru nokkrar trylltar uppskriftir með dósamjólk.

Einfaldasti piparmyntuís í heimi

2 bollar rjómi
2 msk. flórsykur
1–2 tsk. piparmyntudropar
1 dós sæt dósamjólk
grænn matarlitur (ef vill)
50 g súkkulaðispænir (70%)

Aðferð:

Byrjið á að stífþeyta rjóma, flórsykur og piparmyntudropa í skál. Hellið sætu mjólkinni saman við og blandið varlega en vel saman með sleif eða sleikju. Bætið því næst matarlitnum út í, ef þið viljið nota hann, og hrærið og síðan súkkulaðispónunum. Hellið í ílangt form, til dæmis brauðform, eða hvaða form sem þið viljið nota. Frystið í 6–8 klukkustundir eða yfir nótt. Þessi ís geymist heillengi í góðri pakkningu.

Gerist ekki einfaldara Hægt er að setja hvað sem maður vill í ísinn.

Hrískaka – þessi gamla góða

Svampbotnar

285 g mjúkt smjör
¾ bolli sykur
1 dós sæt dósamjólk
5 egg
2 bollar hveiti
2 tsk. lyftiduft
1 tsk. vanilludropar

Karamella

2 bollar sykur
180 g smjör
1 bolli rjómi
1 tsk. sjávarsalt
3–4 bollar Rice Krispies

Súkkulaðibráð

250 g dökkt súkkulaði
4–5 msk. rjómi

Aðferð:

Svampbotnar.

Takið til tvö smelluform, sirka 18 sentímetra stór og setjið smjörpappír í botninn. Smyrjið formin með olíu eða smjöri. Hitið ofninn í 160°C. Byrjið á að hræra smjör og sykur vel saman í um 3–4 mínútur, eða þar til blandan er létt og ljós. Blandið síðan sætu dósamjólkinni vel saman við og síðan eggjunum, einu í einu. Blandið síðan hveiti, lyftidufti og vanilludropum vel saman við herlegheitin. Skiptið deiginu jafnt á milli formanna tveggja og bakið í 45–50 mínútur. Leyfið kökunni að kólna í forminu.

Karamella.

Setjið sykur í pott og hitið yfir meðalhita. Hrærið stanslaust í sykrinum, en fyrst mun hann verða að kögglum og síðan bráðna í ljósbrúna blöndu. Þegar sykurinn er bráðnaður bætið þið smjörinu út í og hrærið áfram stanslaust. Passið ykkur, því blandan mun bubbla og láta illa þegar smjörið snertir sykurinn. Hrærið þar til allt smjörið er bráðnað og búið að blandast saman við sykurinn. Hellið síðan rjómanum varlega út í á meðan þið hrærið, en blandan mun aftur láta illa. Leyfið þessu að sjóða í um eina mínútu en haldið áfram að hræra stanslaust. Takið pottinn af hellunni og blandið saltinu saman við. Hellið blöndunni í aðra skál og leyfið henni að kólna í 10–15 mínútur. Hellið síðan karamellunni yfir botnana tvo. Stráið síðan Rice Krispies yfir karamelluna og þrýstið því aðeins ofan í hana. Og ekki taka kökuna úr forminu strax!

Súkkulaðibráð.

Setjið súkkulaði og rjóma í skál og bræðið í örbylgjuofni í 30 sekúndur í senn. Munið að hræra alltaf vel í blöndunni eftir hvert holl. Hellið súkkulaðinu ofan á Rice Krispies og smyrjið því út í hvern krók og kima. Skellið kökunni (í forminu ennþá) inn í ísskáp og leyfið henni að kólna í að minnsta kosti klukkutíma. Síðan rennið þið hníf meðfram forminu til að losa kökuna og skellið henni á disk. Gott er að leyfa henni að standa í að minnsta kosti hálftíma áður en hún er borin fram. Njótið!

Aftur til fortíðar Hrískakan klikkar ekki.

Súkkulaðikaka með guðdómlegu vanillukremi

Brúnka

¾ bolli olía
1 tsk. vanilludropar
1¼ bolli sykur
3 egg
¾ bolli hveiti
½ bolli kakó
½ tsk. lyftiduft
smá sjávarsalt

Vanillukrem

1 dós sæt dósamjólk
1 pakki Royal-vanillubúðingur
½ bolli kalt vatn
1 bolli rjómi
jarðarber(til að skreyta með)

Aðferð:

Brúnka.

Hitið ofninn í 180°C. Nú getið þið annaðhvort tekið til form sem er 18 sentímetra stórt eða 22 sentímetra. Ef þið veljið 18 sentímetra formið þá verður botninn þykkari, og þá er tilvalið að skera botninn í tvennt og búa til tvö lög með kremi á milli og ofan á. Ég valdi 22 sentímetra form og hafði kökuna einfalda. En munið að smyrja formið vel. Blandið olíu, vanilludropum, sykri og eggjum vel saman í lítilli skál og setjið til hliðar. Blandið öllum þurrefnunum vel saman í stórri skál og blandið síðan blautefnunum smátt og smátt saman við. Ekki hæra of mikið, þá verður brúnkan ekki dásamlega blaut og djúsí. Setjið deigið í form og bakið í um 20 mínútur (22 sentímetra form) eða 25–30 mínútur (18 sentímetra form). Kakan má vera aðeins blaut þegar hún er tekin úr ofninum. Leyfið kökunni alveg að kólna áður en hún er skreytt.

Vanillukrem.

Blandið sætri dósamjólk og vatni vel saman í skál. Hrærið vanillubúðingnum saman við og hrærið þar til blandan byrjar að þykkna, í um eina mínútu. Setjið inn í ísskáp. Þeytið rjómann. Takið búðingsblönduna úr ísskápnum og blandið rjómanum varlega saman við. Skellið þessu aftur inn í ísskáp á meðan brúnkan kólnar. Skreytið brúnkuna með kreminu og fullt, fullt af jarðarberjum.

Algjört lostæti Nammi!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram