Söngkonan Karítas Harpa Davíðsdóttir á von á sínu þriðja barni, er að gefa út nýja plötu í janúar og telur niður til jóla með jólalagadagatali á Facebook. Hún deildi nýlega með okkur hvað hún borðar á venjulegum degi, hér deilir hún með okkur uppskrift af ljúffengri vínartertu.
Sjá einnig: Þetta borðar Karítas Harpa á venjulegum degi
„Svona þar sem við erum dottin í jólaundirbúninginn og baksturinn langar mig svo að deila með ykkur lagkökuuppskrift sem við Aron hentum í einmitt um daginn, saman, þegar strákarnir voru sofnaðir, ekki heppnaðist hún bara svona ljómandi vel (betur en við þorðum að vona) heldur varð úr þessu heilmikil bakstursgæðastund hjá okkur parinu,“ segir Karítas Harpa.
1 kg hveiti
2 tsk. lyftiduft
2 tsk. hjartarsalt
500 g smjör
500 g sykur
5-6 egg
Smá vanilla ef vill
Sulta