fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Matur

Hátíðarleg vínarterta að hætti Karítasar Hörpu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 20. desember 2020 14:30

Karítas Harpa. Myndir/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Karítas Harpa Davíðsdóttir á von á sínu þriðja barni, er að gefa út nýja plötu í janúar og telur niður til jóla með jólalagadagatali á Facebook. Hún deildi nýlega með okkur hvað hún borðar á venjulegum degi, hér deilir hún með okkur uppskrift af ljúffengri vínartertu.

Sjá einnig: Þetta borðar Karítas Harpa á venjulegum degi

Lagterta Karítas Hörpu. Mynd/Anton Brink

Hvít terta (Vínarterta)

„Svona þar sem við erum dottin í jólaundirbúninginn og baksturinn langar mig svo að deila með ykkur lagkökuuppskrift sem við Aron hentum í einmitt um daginn, saman, þegar strákarnir voru sofnaðir, ekki heppnaðist hún bara svona ljómandi vel (betur en við þorðum að vona) heldur varð úr þessu heilmikil bakstursgæðastund hjá okkur parinu,“ segir Karítas Harpa.

Hráefni:

1 kg hveiti

2 tsk. lyftiduft

2 tsk. hjartarsalt

500 g smjör

500 g sykur

5-6 egg

Smá vanilla ef vill

Sulta

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Hnoðið deig og skiptið í fjóra jafna bita, best að vigta og kæla.
  3. Breiðið síðan deigið út á plötur með bökunarpappír á. Bakið við 200°C í ca. 15 mín. Passið að botnarnir verði ekki of dökkir.
  4. Gott er að leyfa þessu aðeins að kólna eftir ofninn og leggja síðan botnana saman með sultu á milli laga (klassík að hafa rabbarbarasultuna).
  5. Pakkið tertunni í plast og bíðið í sólarhring til að hún mýkist áður en hún er skorin í bita, pakkað og fryst.
  6. Verði ykkur að góðu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb