fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Matur

Andabringur með appelsínusósu & sellerírótarmús

Una í eldhúsinu
Sunnudaginn 6. desember 2020 15:30

Gullfalleg veislumáltíð að hætti Unu. Mynd: Una Guðmunds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Guðmunds ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hún mælir með þessum hátíðlega rétti til að koma sér í jólaskap og jafnvel „reynsluaka“ jólamatinn í fámennum en góðmennum hópi. Við gefum Unu matgæðingi DV orðið.

Ég var búin að mikla það fyrir mér að elda önd, þetta er smá vinna en alls ekki flókið og bara ekta eldhússkemmtun fyrir fólk að hittast, elda saman með vínglas við hönd og hafa það huggulegt.

Fyrir 3

2 andabringur (um 700 gr)
Salt & pipar
6-7 greinar ferskt timían
1 skalottlaukur
Ólífuolía
Smjör til steikingar

Byrjið á að skera nokkrar rendur í fitulagið á bringunum.Saxið ferskt timían, rífið skalottlaukinn og blandið saman.
Veltið bringunum upp úr ólífuolíu, salti, pipar og timíanblöndunni.

Setjið góða smjörklípu á pönnu, hitið pönnuna vel og steikið bringurnar á pönnunni, byrjið á að steikja fitulagið á bringunum fyrst þar til fituröndin er orðin dökkbrún að lit, lækkið hitann örlítið á pönnunni og steikið svo hinar hliðarnar á bringunum.

Setjið bringurnar í ofn við 180 gráður í um það bil 10-15 mínútur, matsatriði hversu vel eldað þið viljið hafa kjötið. Passið að halda eftir soðinu sem myndast af bringunum til þess að fullkomna sósuna.

Takið bringurnar út úr ofninum og látið þær standa í um 15 mínútur áður en skorið er í þær og þær bornar fram.

Kampavíns-appelsínusósa

Má tvöfalda fyrir sósusjúka.

1dl kampavín
Safi úr 1 appelsínu
2 tsk. hunang
½ blaðlaukur
Smjör til steikingar
2 dl soð

Byrjið á að steikja blaðlauk upp úr smjöri og brúnið hann aðeins. Setjið laukinn til hliðar. Hann er borinn fram með matnum sem meðlæti.Blandið saman kampavíni, safa úr appelsínu og hunangi við vægan hita og hrærið vel í blöndunni.

Raspið smá appelsínubörk út í og hellið soðinu af andabringunum saman við og leyfið að malla aðeins við vægan hita svo sósan þykkni.

Berið fram með bringunum, bæði gott að hella sósunni yfir bringurnar og eins er gott að hafa sósuna til hliðar til að dýfa kjötinu ofan í.

Sellerírótarmús

1 væn sellerírót
3 cm af piparrót
Salt
Smjör

Afhýðið sellerírótina og skerið hana niður í nokkra minni bita.Sjóðið rótina þar til hún er orðin mjúk.

Sigtið vatnið frá og maukið sellerírótina í potti við vægan hita og rífið piparrótina út í með fínu rifjárni og að lokum er salti og smjöri bætt saman við að vild.

Berið fram með öndinni og leggið steikta blaðlaukinn ofan á.

Verði ykkur að góðu

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
10.02.2024

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
21.12.2023

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi