Ekkert rugl – þú smellir í þessar á morgun ! Tilvalið aðventugóðgæti.
250 g smjör
3,5 dl sykur
2 dl kakó
4 tsk. vanillusykur
4 egg
3 dl hveiti
100 g heslihnetur með Irish coffee bragði (frá H-berg)
50 g bismark brjóstsykur
Stillið ofninn á 180 gráður. Bræðið smjör í potti og leyfið því aðeins að kólna.Sykri, kakói, vanillusykri og eggjum er bætt út í pottinn og hrært saman.
Loks er hveiti sigtað saman við og hært vel í blöndunni.
Hellið deiginu í ferkantað form, og setjið inn í ofn í um 15 mínútur.
Á meðan eru hneturnar hakkaðar ásamt brjóstsykrinum.
Takið kökuna úr ofninum og stráið hnetum og brjóstsykri yfir og setjið kökuna aftur inn í ofn í um 10 mínútur.
Leyfið kökunni að kólna áður en að hún er skorin í bita og borin fram