fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Matur

Gómsæt þakkargjörðarmáltíð – Fylltir kalkúnaleggir, sætar kartöflur og trönuberjasulta

Una í eldhúsinu
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 19:15

Myndir/Aðsendar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er engin ástæða til annars en að gera virkilega vel við sig um helgina. Hér kemur uppskrift að góðum kalkúnaleggjum með fyllingu, sætum kartöflum og trönuberjasultu til að toppa þetta allt saman. Fullkomin og fljótlegri leið til að splæsa í alvöru þakkargjörðarhátíð að bandarískum sið en þakkargjörðarhátíðin er 26. nóvember.

Kalkúnaleggir með fyllingu

4 kalkúnaleggir (um það bil 1,8 kg)
40 g smjör, bráðið
1 rauðlaukur
2 hvítlauksrif
100 g beikonkurl, ferskt
eða um 6 beikonsneiðar skornar fínt
2 msk. ferskt timían
1 msk. fersk salvía
5 brauðsneiðar
1,5 dl vatn
1 kjúklingateningur
Salt og pipar

Aðsend mynd.

Aðferð

  1. Byrjið á að skera brauðsneiðarnar í teninga, leggið brauðteningana í form og veltið þeim upp úr 20 g af bræddu smjöri ásamt salti og pipar.
  2. Setjið inn í ofn við 180 gráður í um 25 mínútur eða þar til að þeir eru gullinbrúnir og smá stökkir.
  3. Á meðan brauðteningarnir eru í ofninum er upplagt að útbúa fyllinguna.
  4. Takið rauðlauk, hvítlauk, salvíu og timían og fínsaxið.
  5. Setjið beikonkurlið á pönnu og steikið upp úr ca 10 g af smjöri, látið kurlið verða stökkt.
  6. Blandið saman í skál beikoninu, brauðteningunum, rauðlauknum, hvítlauknum, salvíunni og timían.
  7. Skerið smá gat undir húð kalkúnaleggjanna og setjið fyllinguna undir, eins mikið og kemst.
  8. Sjóðið í potti 1,5 dl af vatni ásamt einum kjúklingateningi. Hellið soðinu yfir leggina og saltið þá svo og piprið að vild.
  9. Setjið inn í ofn við 180 gráður í um 40 mínútur, í lokuðum steikarpotti. Takið pottinn út og lokið af, hellið 10-20 g af bráðnu smjöri yfir leggina og setjið inn í ofninn, ekki með lokinu á, í um 10 mínútur.
  10. Berið fram með sósu, sultu og sætum kartöflum.

Trönuberjasulta

150 g trönuber

1 dl sykur

½ dl appelsínusafi

  1. Setjið allt saman í pott og látið sjóða þar til berin verða mjúk og blandan fer að þykkna.
  2. Látið mesta vökvann gufa upp og sultuna þykkna.
  3. Slökkvið á hitanum og hrærið vel saman þar til myndast þykk sulta.
Aðsend mynd.

Sætkartöflumús með pekanhnetum

2 sætar kartöflur
50 g smjör, bráðið
1 tsk. kanill
1 egg
100 g púðursykur
80 g saxaðar pekanhnetur
½ dl mjólk

  1. Byrjið á að sjóða kartöflurnar og flysja þær.
  2. Skerið kartöflurnar í bita og setjið í skál ásamt egginu, 25 g af smjörinu, mjólkinni. Stappið vel saman og færið yfir í eldfast form.
  3. Blandið saman púðursykri og pekanhnetum og stráið yfir kartöflumúsina. Bræðið 25 g af smjöri og hellið yfir púðursykurinn og hneturnar.
  4. Setjið inn í ofn við 170 gráður og bakið í um 30 mínútur

Verði ykkur að góðu og gleðilega þakkargjörðarhátíð!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb