fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Matur

Gómsæt tilboð til að taka með heim – Andasalat, steikarsamloka eða sítrónukjúklingur

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 14. nóvember 2020 14:00

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingahúsaflóran okkar er dásamleg og henni viljum við halda gangandi. DV axlar samfélagslega ábyrgð og bendir lesendum hér á nokkur frábær og skemmtileg tilboð. Stöndum saman og styðjum við veitingahúsin í kófinu.

Mynd/Facebook Sæta svínið

SÆTA SVÍNIÐ

Hafnarstræti 1-3, Reykjavík

Sæta svínið er gastropub þar sem þú getur komið við í hádeginu, í eftirmiðdaginn eða á kvöldin í drykk og hágæða mat í skemmtilegri og afslappaðri stemningu.

Ýmis tilboð eru í gangi hjá Sæta svíninu. Má þar einna helst nefna „súper take away“ tilboð í hádeginu þar sem hægt að fá geggjaða rétti á 1.500 krónur og það fylgir dós af gosi með. Réttir á þessu tilboði eru til dæmis andasalat, BBQ vegan borgari og grillaður lax.

Súper take away hádegistilboðin gilda alla daga frá 11.30-15.00.

 

Mynd/Brewdog

BREWDOG

Frakkastíg 8a, Reykjavík

Spennandi veitingastaður með mikið og fjölbreyttu úrval af bjór. Brewdog var fyrst opnað í Skotlandi af tveimur félögum sem höfðu fengið leið á fjöldaframleiddum lagerbjórum og óvönduðu öli. Þar er líka boðið upp á gómsætan mat.

Á Brewdog er nú boðið upp á geggjaðan matarpakka – Brewdog family mix – sem hægt er að sækja eða fá sendan heim. Pakkinn kostar 9.990 kr. fyrir fjóra og 13.990 kr fyrir sex. Í pakkanum er: „Southern fried” kjúklingur, alvöru spare rif í kóreskri BBQsósu, buffalo kjúklingavængir, steikarsamloka, stökkar franskar, bjórsýrðar gúrkur, gráðaostasósa, tómatsósa og sterkt majónes.

 

Mynd/Facebook 27 mathús & bar

27 MATHÚS & BAR

Víkurhvarfi 1, Kópavogur

Veitingahús með útsýni yfir Elliðavatn. Fjölbreyttur matseðill, veganseðill, barnaseðill og taka-með seðill. Happy á hverjum degi. Reykofninn er hjarta eldhússins – hann er ættaður frá Tennessee í Bandaríkjunum, og er allt kjöt eldað í ofninum.

„27 veisla fyrir fjóra“ samanstendur af súpu dagsins, heilum sítrónukjúklingi eða kóreskum kjúklingi, tveimur hliðarréttum og súkkulaðimús. Á sérstöku tilboði á taka með-matseðli kostar þetta nú 7.990 í stað 11.900 kr.

Þá er líka hægt að fá BBQ-veislu fyrir fjóra af taka með-matseðli. Veislan samanstendur af súpu dagsins, pastrami, beinlausum rifjum, pulled pork, grilluðum kjúklingaspjótum, tveimur hliðarréttum og belgískri súkkulaðimús á 12.900 kr. í stað 19.900 kr. áður.

Hjá 27 mathús & bar er lokað á mánudögum og þriðjudögum í samkomubanni.

 

Mynd/Facebook Duck and Rose

DUCK AND ROSE

Austurstræti 14, Reykjavík

Duck & Rose er nýr veitingastaður sem var opnaður í lok maí. Þar er einblínt á létta og heiðarlega matargerð, með áhrifum frá Frakklandi og Ítalíu.

„Heima með Duck & Rose“ er nýmæli þar sem þú getur sótt hálfeldaða rétti og klárað að elda þá heima. Það eina sem þarf að gera er að hita upp eða steikja. Hægt er að elda alla heima-réttina á innan við 15 mínútum. Við mælum með Confit andalæri með gljáðum gulrótum, sætum lauk og smælki á 3.000 kr.

Þá er fjöldi Take away tilboða hjá Duck & Rose, svo sem klístraðir BBQ andavængir sem á afslætti kosta 1.032 kr. og burrata-ostur með fíkjum og tómötum á 2.392 kr.

 

Mynd/Facebook Ítalía

ÍTALÍA

Laugavegi 11, Reykjavík

Veitingastaðurinn Ítalía er rótgróinn í hjarta Reykjavíkur. Á matseðlinum er að finna úrval ítalskra rétta, allt frá forréttum til fisk- og kjötrétta. Lögð er mikil áhersla á pastarétti og pitsurnar eru eldbakaðar.

Ítalía býður nú 20% afslátt af öllum sóttum réttum. Dæmi: Lasagna bolognese kostar þá 2.680 kr. í stað 3.350 kr. og Pizza al formaggi – ostapitsa með mozzarella, gráðosti og camembert – kostar sömuleiðis 2.680 kr. í stað 3.350 kr.

Líka er hægt að fá fjölskyldutilboð á 6.990 kr. sem samanstendur af tveimur fullorðinsréttum og tveimur barnaréttum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna