fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Hryllilegar hrekkjavökuveitingar Berglindar – Þú trúir aldrei hvað hún bakaði næst

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 28. október 2020 10:02

Berglind Hreiðars er engri lík. Mynd: Gotteri.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bökunarhetjan og listakokkurinn Berglind Hreiðarsdóttir matarbloggari á gotterí.is tekur Hrekkjavökuna alla leið. Hún bjó um tíma í Bandaríkjunum og kann að halda alvöru Hrekkjavökupartý sem hreinlega fær börn til að ískra af kátínu og fullorðna úa af sykurgleði. Hér koma nokkrar skotheldar uppskriftir frá henni en Berglind gaf út sína aðra uppskriftabók fyrir skemmstu, Saumaklúbburinn, sem er svo sannarlega snargirnileg.

Berglind deilir hér dásamlegri uppskrift af Hrekkjavökukökunni sem hún bíður upp á í ár en hér að neðan má sjá fjöldann allan af hugmyndum fyrri ára, Já Berglind er flórsykursmaskína! Kakan í ár toppar þó flest. Takið eftir smáatriðunum í kexinu og sérlegum kökustandinum. Allt upp á 10!

„Já krakkar mínir, það er víst að koma 31.október að nýju! Það þýðir bara eitt…..heimilið okkar verður aðeins appelsínugulara og meira spúkí en venjulega. Við erum búin að skera út grasker og langar síðan að skreyta aðeins meira fyrir utan þó svo engir krakkar komi í „Grikk eða gott“ þetta árið. Þessi kaka fór í það minnsta beint í frystinn og verður tekin fram hér á laugardaginn þegar stelpurnar mínar ætla að hafa gaman og klæða sig í búninga,“ segir Berglind alsæl með útkomuna.

Hrekkjavökukakan 2020

Botnar

  • 280 g hveiti
  • 390 g sykur
  • 70 g Cadbury bökunarkakó
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. matarsódi
  • 1 tsk. salt
  • 3 msk. sterkt uppáhellt kaffi
  • 225 ml súrmjólk/ab mjólk
  • 110 ml matarolía
  • 3 egg
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 225 ml sjóðandi vatn
  1. Hitið ofninn í 185°C.
  2. Sigtið næst öll þurrefnin í skál og blandið saman.
  3. Næst má setja kaffi, súrmjólk, matarolíu, egg og vanilludropa í skál og hræra síðan saman við þurrefnin.
  4. Að lokum má hella sjóðandi vatninu varlega saman við blönduna, hræra rólega og skafa vel niður á milli þar til slétt og fallegt deig hefur myndast (athugið að deigið er þunnt).
  5. Klippið bökunarpappír í botninn á 3 x 15 cm bökunarformum og spreyið síðan vel með PAM matarolíuspreyi.
  6. Skiptið deiginu jafnt á milli botnanna (gott að vigta deigið) og bakið í um 25 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út.

Súkkulaðikrem

  • 125 g smjör við stofuhita
  • 500 g flórsykur
  • 50 g Cadbury bökunarkakó
  • 3 msk. sýróp
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 80 ml rjómi
  • Svartur matarlitur
  1. Þeytið smjörið þar til létt og ljóst.
  2. Bætið til skiptis blautum og þurrum hráefnum við smjörið, þeytið og skafið niður á milli þar til fallegt súkkulaðikrem hefur myndast.
  3. Bætið um 1-2 tsk. af svörtum matarlit í kremið á þessu stigið og blandið þar til jafn litur hefur myndast.

Vanillukrem

  • 125 g smjör við stofuhita
  • 500 g flórsykur
  • 2 tsk. vanillusykur
  • 190 ml rjómi
  • Þeytið smjörið þar til létt og ljóst.
  • Bætið til skiptis blautum og þurrum hráefnum við smjörið, þeytið og skafið niður á milli þar til fallegt vanillukrem hefur myndast.

Skreyting

  • Um 2 pakkar af Halloween Oreo kexkökum
  • Svart og appelsínugult kökuskraut
  • Sykur-augu (fást til dæmis í Allt í köku og Hagkaup)

Samsetning

  1. Setjið svarta súkkulaðikremið í einn sprautupoka og vanillukremið í annan, gott er að hafa stóran stjörnustút á báðum pokum (t.d 1 M frá Wilton). Athugið að þá má líka setja bara hluta í pokana og hafa hluta áfram í skál ef þið viljið fremur setja kremið þannig á.
  2. Setjið fyrsta botninn á kökudisk, sprautið hring yst við kantinn með vanillukreminu og fyllið upp í að innan með súkkulaðikremi (þetta gert til þess að svarta kremið komi ekki í gegn þegar þið setjið það hvíta utan á kökuna), endurtakið með næsta botn og setjið loks þann þriðja efst.
  3. Sprautið svörtu kremi upp rúmlega hálfa kökuna og næst hvítu, setjið einnig hvítt krem ofan á kökuna.
  4. Dreifið úr með spaða og það er allt í lagi þó kremið blandist aðeins um kökuna miðja. Gott er að bleyta spaðann aðeins því þá er auðveldara að draga kremið til.
  5. Setjið svart og appelsínugult kökuskraut í skál, setjið reglulega skraut í lófann og leggið upp við neðsta hluta kökunnar. Gott er að hafa skál undir til að skrautið sem ekki festist við kökuna fari ekki út um allt.
  6. Festið næst augu og Halloween Oreokex hér og þar á hliðarnar. Gott er að sprauta smá auka kremi á kexkökuna áður en hún er fest en óþarfi er að gera það við augun.
  7. Að lokum má skreyta toppinn á kökunni með því að sprauta súkkulaðikreminu í toppa og setja eitt Halloween Oreokex alltaf á milli, strá síðan kökuskrauti yfir allt saman.

Hér má svo sjá fleiri snilldar Hrekkjavökuhugmyndir frá Berglindi. Smelltu hér til að sjá uppskriftirnar.

Súkkulaðibitakökur. Mynd: Berglind Hreiðars
Ormakaka sem gleður. Mynd: Berglind Hreiðars
Mynd: Berglind Hreiðars
Mynd: Berglind Hreiðars
Mynd: Berglind Hreiðars
Berglind hefur haldið hress partí í gegnum tíðina. Mynd: Berglind Hreiðars
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum