fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Matur

Fiskisúpa bæjarstjórans – Þessi er sú lang besta

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 16. október 2020 18:00

Mynd: Rósa Guðbjarts og súpan hennar guðdómlega

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnafjarðar og matreiðslubókahöfundur er mikil listakona í eldhúsinu. Hún er sérstaklega fær í súpugerð og er fiskisúpan hennar ein sú besta og ekki er hún verri daginn eftir. Uppskriftin er upprunalega úr matreiðslubók Rósu, Eldað af lífi og sál.

Sjálf hef ég gert margar uppskriftir en enda alltaf aftur á því að gera þessa súpu en set löngu og lax í staðinn fyrir rækjur og krydda hana meira. Ljúffengri súpu er vart hægt að hugsa sér!

 

Fiskisúpa Rósu
Uppskriftin er fyrir fjóra

5-600 g fiskur (hvaða tegund sem er)
100-150 g rækjur
½ msk. ólífuolía
1 laukur, smátt saxaður
1 paprika (hvaða lit sem er), kjarnhreinsuð og skorin smátt
2-3 gulrætur, smátt skornar
2-3 hvítlauksrif, marin
1 dós niðursoðnir tómatar
8 dl mjólk
2 dl matreiðslurjómi
(1 ½ dl hvítvín)
2 fiskiteningar
1 tsk. timjan
½ dl fersk steinselja, smátt söxuð
salt og grófmalaður pipar

Mýkið lauk og hvítlauk í ólífuolíunni í potti við vægan hita. Bætið gulrótunum og paprikunni saman við og síðan tómötunum. Látið malla í nokkrar mínútur. Bætið mjólkinni útí og fiskiteningunum.

Kryddið með timjan, salti og pipar og bætið síðan matreiðslurjómanum út í. Ef þið viljið nota hvítvín í súpuna þá minnkið annan vökva, mjólk eða matreiðslurjóma sem því nemur, td. um 1 og ½ dl. Hvítvíninu er þá bætt út í um leið og matreiðslurjómanum.

Bætið loks fiskinum og rækjunum út í súpuna og látið rétt hitna í gegn áður en súpan er borin fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
15.12.2024

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
Matur
17.11.2024

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók
Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík