Að elda hrísgrjón er ekkert sérstaklega flókið en hins vegar getur það gerst að hrísgrjónin tapa sínum fallega lit og klessast saman, þó maður fylgi leiðbeiningum frá A til Ö.
Við þessu er hins vegar afar einföld lausn sem allir ættu að vera færir um að nýta sér.
Það er nefnilega þjóðráð að bæta nokkrum skvettum úr sítrónu út í hrísgrjónapottinn þegar hrísgrjón eru soðin. Sýran í sítrónunni gerir hrísgrjónin hvítari og hindrar það að þau klessist saman.