Oft getur verið erfitt að fá börn til að borða kvöldmat, en þessi pastaréttur, sem við fundum á bloggsíðunni Pure Wow, tryggir að allir fara sáttir og saddir frá borði.
Hráefni:
340 g spagettí
4 msk. smjör, mjúkt
1 msk. ólífuolía
2/3 bolli rifinn parmesan ostur
Salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
Náið upp suðu í stórum potti af saltvatni. Bætið spagettí saman við og eldið samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Á meðan pastað sýður blandið þið smjöri, olíu og parmesan saman í stórri skál. Þegar pastað er tilbúið hellið þið öllu vatninu af nema um hálfum polla. Bætið spagettíinu strax við smjörblönduna. Blandið vel saman og bætið pastavatni út í eftir þörfum svo sósan verði þykk og djúsí. Saltið og piprið eftir smekk og berið fram.