fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Matur

Helgi Björns fer í veitingabransann – Tekur við rekstrinum á Hótel Borg

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 19. september 2020 13:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson prýðir forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar greinir Helgi frá því að hann sé að taka við rekstrinum á veitingarými Hótel Borgar.

„Þetta er allt á frumstigi ennþá en þegar mér bauðst að taka þessu verkefni skoraðist ég ekkert undan því,“segir Helgi í viðtalinu við Fréttablaðið. Hann ætlar, ásamt Guðfinni Karlssyni veitingamanni, að koma veitingarýminu í Hótel Borg aftur á toppinn. „Við viljum koma Gyllta salnum aftur í notkun þar sem vonandi verður hægt að dansa, eins og sagan ber með sér,“ segir hann. „Það er algjör synd að einn fallegasti salur Reykjavíkur hafi bara verið settur undir pítsuofn. Mér hugnast það engan veginn.“

Helgi er enginn grænjaxl í veitingabransanum. Hann hannaði og stofnaði veitingastaðinn Astró á sínum tíma auk þess sem hann hefur verið í veitingarekstri í Berlín í Þýskalandi. Hann bjó ásamt fjölskyldu sinni í Ítalíu skömmu fyrir aldamót og er eldamennskan heima hjá honum því oft ítölsk. „Einn uppáhaldsrétturinn minn er „vitello a la milanese“ eða kálfasnitsel að hættiMílanóbúa. Maður lærði auðvitað heilmikið þarna úti.“

Þrátt fyrir að vera hrifinn af ítalskri matargerð er Helgi ekki tilbúinn að gefa það upp hvort eldamennskan á Borginni verði í þeim stíl. Hann lofar því þó að vandað verði til verka á staðnum. „Það eru ekki margir staðir á Íslandi sem eru jafn „grand“ og „classy“ og Borgin.“

Lesa má viðtalið við Helga í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram