fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Matur

Nýr eigandi Messans hafnar ásökunum um kennitöluflakk – Hvatt til sniðgöngu og neikvæðra umsagna

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 3. júlí 2020 16:59

Tómas Þóroddsson er nýr eigandi Messans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi starfsmenn Messans berjast enn fyrir launum sínum og gagnrýna að staðurinn hafi opnað dyr fyrir gestum að nýju. Nýr eigandi segir þó að fyrri eigendur hafi ekki lengur neina aðkomu að rekstrinum, um nýtt eignarhald sé að ræða en ekki kennitöluflakk.

Hávær gagnrýni

Fyrr í dag var tilkynnt um kaup Tómasar Þóroddssonar, veitingamanns, á Messanum í Lækjargötu, en staðurinn opnaði dyrnar fyrir gestum að nýju rétt fyrir hádegi í dag. Tómas er frá Selfossi og rekur þar við góðan orðstír bæði Kaffi Krús og veitingastaðinn Vor.

Í kjölfar tilkynningarinnar hefur orðið vart við gagnrýni fyrrverandi starfsmanna staðarins á samfélagsmiðlum, sem segjast hafa verið snuðaðir um laun og að ítrekað hafi verið brotið á kjarasamningsbundnum réttindum þeirra. Starfsmenn stigu meðal annars fram í Stundinni nýlega þar sem þeir lýstu baráttu sinni fyrir því að fá greidd vangoldin laun.

Nú telja fyrrverandi starfsmenn að standi til að halda starfsemi staðarins áfram með óbreyttum hætti, á nýrri kennitölu, og finnst þeim það með öllu ólíðandi á meðan ekki hefur verið gert upp við þá.

Munum ekki gefast upp

Meðal annars hefur verið stofnaður sérstakur hópur og sérstök fylgjenda síða á Facebook fyrir þá sem vilja sýna fyrrverandi starfsmönnum Messans samstöðu.

Þar segir í færslu í dag:

Við, sem fyrrverandi starfsmenn Messans, munum ekki gefast upp á að fá vangoldin laun okkar greidd. Þessi veitingastaður var hafinn upp til vegs og virðingar á þeirri frábæru þjónustu sem við veittum og á okkar viðmóti og samskiptum við viðskiptavinina. Þessu virðast aðstandendur staðarins hafa gleymt því nú eru þeir að opna á nýrri kennitölu. Þjónarnir og vaktstjórarnir sem unnu þarna státuðu af gífurlegri reynslu á þjónustustörfum sem gegnt var heimshornanna á milli og allt þetta átti sinn þátt í velgengni Messans. Þið getið séð það á umsögnunum um staðinn þar sem við erum gjarnan nafngreind. Og þetta fáum við að launum – Skilin eftir í myrkrinu til að rotna.“

Hvatt til sniðgöngu

Á annari Facebook-síðu – IWW Ísland/ Heimssamband verkafólks á Íslandi, var í dag beinlínis hvatt til aðgerða gegn Messanum.

„Sýnum samstöðu með starfsmönnum Messans. Messinn er að opna á nýrri kennitölu á meðan starfsmenn hafa ekki fengið greitt síðan í febrúar. Svona getur þú hjálpað: 

  1. Láttu það berast til kollega þinna að þeim verði ekki greidd laun ef þeir vinna fyrir Messann. 
  2. Skildu eftir umsögn um Messann þar sem þú krefst þess að starfsmenn fái greitt. Til dæmis:Borðið annars staðar.Það eru fullt af frábærum veitingastöðum í nágrenninu, óþarfi að borða á stað þar sem eigandi fer illa með starfsfólk og borgar því síðan ekki.“

Jafnvel hefur verið hvatt til að fólk sendi leikaranum Ricky Gervais skilaboð á Twitter til að fá hann til að fordæma Messann. En Ricky var mjög hrifinn af Messanum þegar hann dvaldist hér á landi og er virkur notandi Twitter.

Sjá einnig: Uppáhalds veitingastaður Ricky Gervais í Reykjavík kominn með nýjan eiganda

Fyrri eigendur koma ekki lengur nálægt rekstrinum

Í samtali við DV segir Tómas að Messinn hafi verið einn af hans uppáhaldsstöðum í borginni og þegar hann frétti af því að reksturinn væri kominn í ógöngur þá ákvað að hann að láta slag standa og bjóða í staðinn, til að koma í veg fyrir að veitingastaðurinn þyrfti að loka. Og það gekk eftir. „Það er svona stuttan sagan, já.“

Tómas hefur heyrt af gagnrýni fyrrverandi starfsmanna gegn staðnum og finnst það miður.

„Það er svolítið leiðinlegt því ég kem ekkert nálægt gömlu eigendunum“ 

Hann beri engar skyldur gagnvart fyrrverandi starfsmönnunum, þeirra kröfur séu gegn fyrri eigendum en ekki honum.

„Ef ég skil þetta rétt þá voru þau ekki sett á atvinnuleysisbætur og ekki á 25% leiðina heldur voru bara skilin eftir svo ég skil vel reiðina, en það þarf bara að beita henni í rétta átt“ 

Tómas segir ekki um neitt kennitöluflakk að ræða heldur sé hann nýr eigandi ótengdur fyrri eigendum. Hann bendir á að hann sé með tvo staði á Selfossi og ekki þurfi að leita lengra en til starfsmanna hans þar til að sjá að þeir hafi ekkert undan honum að kvarta.

Eins og verið sé að hlæja upp í opið geðið á mér

DV hafði samband við fyrrverandi starfsmann Messans, Martin Safarcik, sem stendur að baki stuðningssíðunni fyrir þá starfsmenn sem fyrri eigandi Messans, Baldvin Kristinsson, er sagður hafa snuðað.

„Allar upplýsingarnar sem ég hef um nýjan eiganda koma frá tilkynningunni á DV. Eins og ég skil málin þá hefur þessi nýi aðili keypt Messann og það er erfitt fyrir mig að kaupa það að við kaupin þá hverfi bara gamlar skuldir eins og fyrir töfra. Ég er ekki lögfræðimenntaður og skil í raun ekki almennilega hvað er í gangi. Það eina sem ég veit fyrir víst er að ég sit eftir með tóman bankareikning og vitneskjuna um að Messinn hafi nú opnað dyr fyrir gestum að nýju eins og ekkert hafi í skorist, borgi núna nýjum starfsmönnum, sem er eins verið sé að hlæja  upp í opið geðið á mér. Fyrri eigandinn, Baldvin, svaraði aldrei neinum fyrirspurnum sem við höfðum og eina skiptið sem ég heyrði eitt orð frá honum var þegar hann sendi mér uppsagnarbréfið. Stéttafélagið okkar er sem stendur að vinna í okkar máli að endurheimta þau laun sem við eigum inni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna