Halla Björg Björnsdóttir sér um Ketóhornið á DV.
Nú er tíminn til að grilla og þetta salat sló svo sannarlega í gegn á mínum bæ. Það er betra en fyrirmyndin ef eitthvað er.
Hráefni
1/2 Sellerýrót sirka 500gr
2-3 harðsoðin egg
2 stönglar sellerý
1/2 rauðlaukur
½ bolli majónes
1/8 bolli yellow mustard
1/8 bolli bananapipar
1 msk graslaukur
Aðferð
- Skera sellerýrótina í teninga og sjóða í söltuðu vatni.
- Sneiða sellerý þunnt með mandólín.
- Skera eggin í teninga eða nota eggjaskera.
- Laukurinn og bananapiparinn smátt skorinn.
- Öllu blandað saman við majó og sinnep.
- Graslaukurinn klipptur yfir í lokinn en svo má einnig nota þurkaðann graslauk.
Voila… sumarlegt „kartöflusalat“