fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Matur

Ketó páskadagsmorgunn að hætti Hönnu Þóru

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 9. apríl 2020 10:00

Uppskriftirnar af þessum ljúffenga ketó-brunch má finna í nýjasta tölublaði DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Þóra Helgadóttir er 31 árs flugfreyja hjá Icelandair og matarbloggari. Hún hefur verið á ketó í 20 mánuði og aldrei liðið betur. Hún er dugleg að deila uppskriftum á Instagram, @hannathora88, og Fagurkerar.is

„Ég ákvað að prófa þennan lífsstíl og gefa honum 21 dag til að byrja með. Eftir þessar þrjár vikur var hreinlega ekki aftur snúið. Öll aukna orkan, bjúgurinn sem hvarf og verkir í líkamanum sem voru ekki velkomnir aftur,“ segir Hanna Þóra.

Hanna Þóra hefur alla tíð verið dugleg í eldhúsinu. Það breyttist ekki eftir að hún fór á ketó. Hún skipti út hráefnum og segir það vera lítið mál.

„Munurinn á ketó matargerð og öðru sem ég var að gera áður er aðallega sá að sykur, hveiti og önnur kolvetnarík innihaldsefni er ekki lengur í skúffum og skápum heldur vel ég aðra kosti sem henta þessum lífsstíl og hafa minni áhrif á blóðsykurinn. Hveiti hefur heldur ekki farið vel í mig í gegnum tíðina þannig að það var lítið mál að sleppa því um leið og maður fann sniðugar uppskriftir og hráefni til að nota í staðinn,“ segir hún.

Uppskriftirnar af þessum ljúffenga ketó-brunch má finna í nýjasta tölublaði DV.

Mýtur um ketó

Að sögn Hönnu Þóru eru alls konar mýtur í gangi varðandi ketó.

„Ein af þeim er að það sé ekki hægt að vera á þessu mataræði til lengri tíma. Mín líðan hefur breyst stórkostlega síðan ég breytti um lífsstíl en ég held að hver og einn þurfi alltaf að finna sína hillu og við erum ekki öll eins. Það sem hentar einum hentar ekki endilega næsta manni,“ segir hún og bætir við:

„En við getum öll verið sammála um að góður matur gefur lífinu svo sannarlega lit og það er mitt mottó í lífinu að borða einungis góðan mat. – Ég stend við það á hverjum einasta degi og fæ innblástur í matargerð úr ýmsum áttum.“

Við fengum Hönnu Þóra til að setja saman ljúffengan ketó-brunch. Uppskriftirnar má finna í nýjasta tölublaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum