Kallinn átti afmæli um daginn og þá varð ég nú að toppa mig og koma honum á óvart, enda er hann mikill sælkeri. Þá varð þessi snilld til.
Brauðið – Hráefni:
1 1/2 bolli rifinn ostur (ég notaði brauðost)
60 gr rjómaostur
1 1/3 bolli möndlumjöl
2 msk. kókoshveiti
1 1/2 tsk. lyftiduft
2 egg
1 pepperóní kryddostur
1 bolli rjómi
1 teningur kjötkraftur
60-70 gr. pepperóní
1 rauð paprika, smátt skorin
2 blaðlaukar, smátt skornir
Aðferð:
Bræða ost og rjómaost saman í örbylgjuofni, í 30 sekúndur í senn eða þar til allt blandast vel saman. Hræra þá saman við möndlumjöl, kókoshveiti, lyftiduft og egg. Smyrja smelluform og baka brauðið í 20 mínútur við 180°C. Látið brauðið kólna og skerið í bita. Bræðið 1 stykki pepperóní kryddost í 1 bolla af rjóma ásamt teningi af kjötkrafti. Skera ca. 60-70 grömm af pepperóni í fernt og steikja í örlitla stund á pönnu eða rétt þar til það er orðið léttstökkt. Skera eina rauða papriku smátt og tvo blaðlauka. Blanda þessu öllu saman við brauðið. Setja allt gúmmelaðið í eldfast mót, rifinn ost yfir og smá paprikukrydd og hita í ca. 15 til 20 mínútur á 190°C eða þar til osturinn er bráðinn og gumsið heitt í gegn.
Voila, veisla!