Við á matarvefnum erum sífellt að leita að einföldum uppskriftum þar sem fá hráefni eru notuð, í ljósi þess að úrvalið í matvöruverslunum mun hugsanlega minnka eitthvað í heimsfaraldri COVID-19. Við rákumst á þessa uppskrift að pítsudeigi og urðum að deila henni með ykkur, enda inniheldur hún aðeins tvö hráefni.
Hráefni:
155 g hveiti
285 g grísk jógúrt
Aðferð:
Hitið ofninn í 180°C og blandið hráefnunum vel saman. Stráið hveiti á borðflöt og hnoðið deigið í 8 til 10 mínútur og bætið við hveiti eftir þörfum. Fletjið deigið út og setjð það á pítsugrind eða smjörpappírsklædda ofnskúffu. Setjið það álegg sem þið viljið á pítsuna. Bakið í 10 til 12 mínútur, eða þar til skorpan er gullinbrún.