Ég er endalaust að prufa mig áfram í pítsugerð með mismunandi botna úr fathead og möndlumjöli. Þetta er nýjasta og besta pítsan fram að þessu.
Þetta er langbesta ketópítsa sem ég hef gert og hún hefur aldeilis slegið í gegn á Instagramminu mínu. Þeir sem hafa leitað að hinni fullkomnu pítsu eru sammála um þessaþ
Hráefni:
1 bolli ostur
¼ bolli cheddar ostur
60 g rjómaostur
¾ bolli möndlumjöl (ég notaði Natural Bobs Mill)
1 tsk. edik
1 tsk. hvítlauksduft
1 tsk. laukduft
1 tsk. oreganó
½ tsk. salt
1 egg
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Bræðið ost, cheddar ost og rjómaost vel saman í örbylgjuofni. Blanda restinni af hráefnunum vel saman við og breiðið úr á smjörpappírsklædda ofnplötu eða í 30 sentímetra smurt hringform. Bakið í 10 til 12 mínútur. Takið úr ofninum og bætið áleggi ofan á. Bakið í 10 til 12 mínútur, eða þar til osturinn er bráðinn.
Heimatilbúin pítsa er alltaf best.