fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Matur

Uppskriftir að skotheldum réttum sem tryggja greiða leið að rómantík

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 14. febrúar 2020 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pasta með pestó og pistasíuhnetum

Hráefni – Pestó:

3/4 bolli ferskt kóríander
1/3 bolli pistasíuhnetur
1 jalapeno-pipar án fræja
2 hvítlauksgeirar
Safi úr 1/2 lime
3 msk. ólífuolía
2–3 msk. vatn
1/2 tsk. salt
pipar

Hráefni – Rækjur:

1/2 msk. ólífuolía
450 g risarækjur, hreinsaðar
1/2 tsk. hvítlaukskrydd
salt og pipar

Hráefni – Pasta:

280 g spagettí

Til að skreyta:

geitarostur
kóríander
saxaðar pistasíuhnetur

Styttri leið Þeir sem vilja stytta sér leið geta keypt tilbúið pestó. Mynd: Ambitious Kitchen

Aðferð:

Byrjum á að búa til pestó. Setjið kóríander, hnetur, jalapeno, hvítlauk, lime-safa, olíu, vatn og salt og pipar í matvinnsluvél og blandið vel saman. Setjið til hliðar.

Steikið rækjur í olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Kryddið með hvítlaukskryddi, salti og pipar og eldið í nokkrar mínútur. Takið af hellu og setjið til hliðar.

Eldið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hellið vatni af pastanu og setjið það aftur í pottinn. Hrærið pestó og rækjum vel saman við. Deilið í skálar og skreytið með geitarosti, kóríander og hnetum.

Marokkóskur kjúklingaréttur

Hráefni:

3 msk. ólífuolía
450 g kjúklingabringur
1/4 tsk. salt
1/4 tsk. pipar
1/4 bolli hveiti
1 lítill rauðlaukur, skorinn í sneiðar
2 stórar appelsínur
1/2 bolli grænar ólífur, skornar í helminga
steinselja
hrísgrjón

Framandi Þessi marokkóski réttur er afar einfaldur. Mynd: Good Housekeeping

Aðferð:

Hitið olíu í pönnu yfir meðalhita. Saltið og piprið kjúkling og þekið hann með hveiti. Steikið í 3 til 4 mínútur eða þar til hann hefur brúnast. Setjið á disk. Lækkið hitann og eldið rauðlaukinn í um 3 mínútur. Setjið safa úr 1 1/2 appelsínu saman við og skerið restina af appelsínunni í þunnar sneiðar. Setjið sneiðarnar saman við laukinn sem og ólífur og 1/4 bolla af vatni. Setjið kjúkling aftur í pönnu og eldið þar til hann er eldaður í gegn. Skreytið með steinselju og berið fram með hrísgrjónum.

Möndlulax

Hráefni:

450 g grænar baunir
1 msk. ólífuolía
1/4 tsk. salt
1/4 tsk. pipar
1/3 bolli grísk jógúrt
2 tsk. Creole-krydd
1 tsk. rifinn sítrónubörkur
1/2 bolli möndlur, gróft saxaðar
4 laxaflök

Góð blanda Möndlur og lax klikka ekki. Mynd: Good Housekeeping

Aðferð:

Hitið ofninn í 230°C. Setjið álpappír á stóra ofnskúffu. Blandið baunum, olíu, salti og pipar saman í skál. Raðið á skúffu og bakið í 10 mínútur. Blandið jógúrt, kryddi og sítrónuberki saman í annarri skál. Búið til pláss í miðju skúffunnar og setjið laxaflökin þar. Dreifið úr jógúrtblöndunni ofan á flökin og stráið möndlum yfir. Bakið í 12 mínútur.

Hjartabrauð

Hráefni:

8 tsk. mæjónes
4 brauðsneiðar
2 msk. smjör
4 stór egg
salt og pipar
ferskar kryddjurtir, saxaðar

Einfaldleiki Stundum er hann bestur. Mynd: Woman’s Day

Aðferð:

Smyrjið báðar hliðar brauðsneiðanna með mæjónesi. Notið kökumót til að skera út hjarta í miðju hverrar brauðsneiðar. Bræðið smjörið í pönnu yfir meðalhita. Bætið brauði (og hjartamiðjunni) á pönnunna og steikið í 5 mínútur. Snúið sneiðunum við og brjótið egg í miðjuna. Saltið og piprið. Lækkið hitann og eldið í 5 til 7 mínútur til viðbótar. Skreytið með ferskum kryddjurtum og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram