fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Matur

Tikka Masala á hálftíma – Auðveldara gerist það ekki

DV Matur
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indverskur matur er dásamlegur í skammdeginu en margir veigra sér við að ráðast í slíka eldamennsku því réttirnir þurfa að malla tímunum saman. Hér er hins vegar skyndileið að geggjuðum Tikka Masala rétt sem passar fullkomlega með hrísgrjónum og naan brauði. Þessi uppskrift er nóg til að fæða fjóra.

Tikka Masala – flýtileiðin

Hráefni:

1 msk. kókosolía
1 meðalstór laukur, saxaður
1 stór hvítlauksgeiri, smátt saxaður
1 msk. garam masala krydd
1 tsk. þurrkað kóríander
1 tsk. broddkúmen
1 tsk. þurrkað engifer
450 g kjúklingur, skorinn í bita
1 dós kókosmjólk
1 msk tómatpúrra
1 dós maukaðir tómatar
1 bolli frosnar baunir
kóríander
læmsafi
salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

Bræðið kókosolíu í stórri pönnu. Steikið laukinn yfir meðalhita í um 3 mínútur. Bætið hvítlauk saman við og snöggsteikið í 30 sekúndur. Ýtið lauk og hvítlauk í einn enda pönnunnar og setjið óeldaða kjúklinginn í miðjuna. Eldið í 4 til 5 mínútur á einni hlið, snúið og eldið í 4 til 5 mínútur til viðbótar. Bætið kryddi og salti saman við og hrærið öllu vel saman. Eldið í um 1 mínútu. Bætið síðan kókosmjólk, tómötum og tómatpúrru saman við og hrærið. Náið upp suðu, lækkið hitann og látið malla í 10 mínútur. Hrærið baunum saman við og látið malla í 1 til 2 mínútur til viðbótar. Saltið og piprið eftir þörfum og berið fram með kóríander og læmsafa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna