Mismunandi mataræði fylgja mismunandi áskoranir. Oft getur reynst erfitt fyrir fólk sem borðar eftir lágkolvetna mataræði að finna snarl eða millimál. Þetta avókadósnakk er tilvalið á milli mála, en uppskriftina fundum við á matarvefnum Delish. Algjört lostæti.
Hráefni:
1 stórt, þroskað avókadó
¾ bolli rifinn parmesan ostur
1 tsk sítrónusafi
½ tsk hvítlaukskrydd
½ tsk ítalskt krydd
Salt og pipar
Hráefni:
Hitið ofninn í 160°C go setjið smjörpappír á tvær ofnskúffur. Maukið avókadó með gaffli og hrærið síðan parmesan, sítrónusafa, hvítlaukskryddi og ítölsku kryddi saman við. Saltið og piprið. Takið um það bil teskeið úr blöndunni og setjið á smjörpappírinn. Dreifið úr blöndunni þannig að úr verður hringlaga og frekar flöt skífa. Endurtakið þar til blandan er búin og hafið smá pláss á milli skífanna. Bakið í um hálftíma og leyfið að kólna áður en þið gúffið í ykkur.