Umhverfisvitund eykst jafnt og þétt um heim allan. Meðal þess sem fyrirtæki hafa gert til að sporna gegn hlýnun jarðar og sóun er að skipta út einnota plasti fyrir önnu efni. Stórfyrirtækið Coca Cola ætlar hins vegar ekki að hætta með plastflöskur og ástæðan fyrir því er einföld, ef marka má ummæli sem Bea Perez, aðstoðarforstjóri Coca Cola, sagði í viðtali við BBC í vikunni. Hún sagði að neytendur heimti að Coca Cola sé í plastflöskum og því verði því ekki breytt.
„Það verða engin viðskipti í viðskiptum ef við komum ekki til móts við neytendur,“ sagði hún og bætti við að sala á drykkjum fyrirtækisins myndi dragast verulega saman ef fyrirtækið myndi hætta að selja þá í plastflöskum. Þá bætti hún við að kolefnisfótspor Coca Cola myndi stækka ef það myndi eingöngu nota ál- og glerílát.
Coca Cola sóar einna mestu plasti af fyrirtækjum í heiminum. Um tvö hundruð þúsund plastflöskur undir drykki Coca Cola eru framleiddir á hverri mínútu og hefur Coca Cola heitið því að endurvinna jafn margar plastflöskur og fyrirtækið notar fyrir árið 2030.