Við fundum þessa einstaklega einföldu uppskrift á bloggsíðunni Cotter Crunch en lítið mál er að gera réttinn vegan, í ljósi þess að nú stendur yfir Veganúar.
Hráefni:
425 g kjúklingabaunir án safa
3–4 bollar af blómkáli, skorið í bita
1 tsk. karrí
¼ tsk. hvítlaukskrydd eða 1 tsk saxaður hvítlaukur
1 msk. ólífuolía
Salt og pipar
4–5 bollar soðin hrísgrjón eða blómkálshrísgrjón
Handfylli af spínati eða öðru grænmeti (ef vill)
Parmesan ostur eða næringarger (vegan)
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C og smyrjið eldfast mót. Blandið kjúklingabaunum og blómkáli saman við karrí og 1 matskeið af olíu. Saltið og piprið eftir smekk. Raðið hrísgrjónunum í botninn á mótinu og dreifið úr kjúklingabaunablöndunni yfir. Dreifið spínati yfir og stráið parmesan osti eða næringargeri ofan á. Bakið í 25 til 30 mínútur og stráið auka karrí, hvítlauk og pipar yfir áður en þið berið fram.