fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Matur

Nokkur hráefni og kvöldmaturinn klár – Þið trúið því ekki hvað þetta er einfalt

DV Matur
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við fundum þessa einstaklega einföldu uppskrift á bloggsíðunni Cotter Crunch en lítið mál er að gera réttinn vegan, í ljósi þess að nú stendur yfir Veganúar.

Blómkáls og -kjúklingabaunaréttur

Hráefni:

425 g kjúklingabaunir án safa
3–4 bollar af blómkáli, skorið í bita
1 tsk. karrí
¼ tsk. hvítlaukskrydd eða 1 tsk saxaður hvítlaukur
1 msk. ólífuolía
Salt og pipar
4–5 bollar soðin hrísgrjón eða blómkálshrísgrjón
Handfylli af spínati eða öðru grænmeti (ef vill)
Parmesan ostur eða næringarger (vegan)

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og smyrjið eldfast mót. Blandið kjúklingabaunum og blómkáli saman við karrí og 1 matskeið af olíu. Saltið og piprið eftir smekk. Raðið hrísgrjónunum í botninn á mótinu og dreifið úr kjúklingabaunablöndunni yfir. Dreifið spínati yfir og stráið parmesan osti eða næringargeri ofan á. Bakið í 25 til 30 mínútur og stráið auka karrí, hvítlauk og pipar yfir áður en þið berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb