Söngvarinn og bókahöfundurinn Friðrik Dór Jónsson leiðréttir villu í nýju matreiðslubók sinni, Léttir réttir Frikka. Hann biðst afsökunar á villunni en það vantar mjög mikilvægt hráefni í bókina.
„Því miður urðu þau leiðu mistök við gerð bókarinnar að það vantar eitt hráefni í uppskriftina „Skúffukaka ömmu“ sem þið finnið á bls. 145 í bókinni. Það vantar raunar algjört lykilhráefni, nefnilega hveiti,“ segir Friðrik Dór í færslu á Facebook.
Í uppskriftinni í bókinni, sem má sjá á myndinni hér að neðan, vantar alveg hveiti. Það væri áhugavert að sjá hvernig kakan kæmi út án þessara lykilhráefnis.
Friðrik Dór endar færsluna á afsökunarbeiðni, en hann baðst einnig afsökunar í Instagram Story í gærkvöldi.
„Ég biðst innilega afsökunar á þessum mistökum.“