Ketó mataræðið virðist ekki vera á undanhaldi, enda hafa margir náð góðum árangri með að bæta lífsstíl sinn á mataræðinu. Það er ýmislegt hægt að elda á ketó en þessi réttur hér fyrir neðan er gjörsamlega að gera allt vitlaust í ketó samfélaginu. Þessum rétt er best lýst sem ketópítsuvöfflu, en uppskriftin er fengin af vef Delish.
Hráefni:
2 stór egg
2 msk. möndlumjöl
½ tsk. salt
½ tsk. matarsódi
1½ bolli rifinn ostur
1/3 bolli pepperoni sneiðar
rifinn parmesan ostur
Aðferð:
Hitið vöfflujárnið. Blandið eggjum, möndlumjöli, salti og matarsóda saman í skál. Bætið 1 bolla af rifnum osti saman við og hrærið vel saman. Setjið hálfan bolla af blöndunni í vöfflujárnið, dreifið úr henni og eldið þar til vafflan er stökk, í um 2 til 3 mínútur. Endurtakið þar til deigið er búið. Setjið síðan pítsusósu ofan á vöffluna, restina af ostinum, pepperoni sneiðar og smá parmesan.