Eins og lesendur DV vita þá erum við hrifin af ketó-ráðum Jennu Jameson, fyrrverandi klámstjörnu og sjálfskipaðrar ketó-drottningar. En það eru fleiri frægir einstaklingar sem hafa sitt til málanna að leggja um þetta fituríka mataræði.
Vinny Guadagnino er lágkolvetna strippari, að eigin sögn. Hann er þekktastur fyrir að koma fram í raunveruleikaþáttunum Jersey Shore á árunum 2009 til 2012. Vinny hefur misst um 22,5 kíló síðan hann byrjaði á ketó og hefur einnig bætt á sig þó nokkuð af vöðvum.
Hann deilir fyrir og eftir mynd af sér á Instagram. En Instagram-síða hans, @ketoguido, nýtur mikilla vinsælda og er með yfir 860 þúsund fylgjendur.
https://www.instagram.com/p/B2KcnvKhbtl/
Á myndinni til vinstri segist Vinny vera um 25 ára.
„Slappur og óheilbrigður. Borðaði mikið af brauði, pasta, sykri, djúpsteiktum mat, grænmetisolíu, mjög lítið af fitu, hreyfði mig af og til en borðaði ekki á heilbrigðan hátt eða grunn til að lifa á heilbrigðan máta,“ skrifar hann.
Á myndinni til hægri er hann 31 árs. „Borða næstum engan sykur, pasta eða braut. Borða ALVÖRU MAT eins og náttúrulega fitu, steik, smjör, egg, beikon, feitan ost, skelfisk og fleira. Ekkert sem er í raspi eða djúpsteikt og helling af grænmeti. Hef orku og metnað til að hreyfa mig á hverjum degi því hvernig ég borða gefur mér góðan grunn og hvetur mig til að hreyfa mig, stunda tímabundna föstu (e. intermittent fasting) og byggja á þeim grunni,“ skrifar hann.