Það eru margir á ketó mataræðinu þessa dagana og þá er gott að hafa eitthvað einfalt og gómsætt til að grípa í – eins og þetta ketó nammi.
Hráefni:
55 g rjómaostur, mjúkur
1/8 bolli hnetusmjör
1 msk. gervisykur
¼ bolli valhnetur
Aðferð:
Blandið öllu saman nema hnetunum. Hrærið vel. Setjið valhnetur í matvinnsluvél og myljið. Búið til kúlur úr hnetusmjörsblöndunni og veltið þeim upp úr valhnetunum. Raðið á smjörpappírsklæddan bakka og setjið í frysti í um tvær klukkustundir.