fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Matur

Ketó-drottningin með tíu ráð fyrir byrjendur: „Þetta á ekki að vera kvöl“

DV Matur
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 20:30

Jenna Jameson hefur misst tæp 40 kíló á ketó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi klámstjarnan Jenna Jameson er sjálfskipuð ketó-drottning og nýtur mikilla vinsælda á Instagram. Hún deilir þar ýmsu tengdu mataræðinu ásamt árangursmyndum, en hún hefur misst tæp 40 kíló síðan hún byrjaði á ketó.

Í nýjustu færslu segir hún að spurningin sem hún fær oftast er „hvernig byrja ég á ketó?“ Jenna gefur byrjendum tíu ráð:

Ráð nr. 1:

„Hreinsaðu ísskápinn og matarskápana. Hentu öllu sem er unnið, hátt í kolvetnum og með miklum sykri. Mundu að það eru mörg nöfn fyrir sykur, eins og háfrúktósa maíssíróp.“

Ráð nr.2:

„Farðu að versla! Þetta er skemmtilegi parturinn!“ Jenna segir að grænt laufgrænmeti, steikur (grass-fed steaks), villtur lax, egg og alvöru smjör séu vinir þínir.

Ráð nr. 3:

„Ræddu við fjölskyldu þína um nýja lífsstíl þinn og fáðu þau með þér í lið. Þið getið öll haft gott af því. Ég geri venjulega brún hrísgrjón eða pasta aukalega fyrir barnið mitt. Ef makinn þinn vill ekki vera með, spurðu hann þá að virða þínar þarfir og langanir og að reyna ekki að brjóta viljastyrk þinn.“

Ráð nr. 4:

„Tileinkaðu þér jákvætt viðhorf. Þetta ætti ekki að vera kvöl. Einbeittu þér að því að þú sért að gera líkama þínum gott og vertu stolt!“

Ráð nr. 5:

„Byrjaðu í þessu til langtíma. Ketó getur verið varanlegt og gagnast huga þínum eins og líkama þínum.“

Ráð nr. 6:

„Fylgdu öðrum ketó-drottningum og kóngum á Instagram. Uppáhaldið mitt er @ketoguido.“

Ráð nr. 7:

„Vertu þolinmóð. Líkami hvers og eins bregst öðruvísi við. Ég missti fyrstu 18 kílóin mjög hratt og síðan staðnaði ég og þurfti að byrja að fasta (e. intermittent fasting) til að komast yfir það.“

Ráð nr. 8:

„Ekki óttast ketó-flensuna. Drekktu nóg af „rafvökum“ (e. electrolytes), saltaðu matinn þinn og hvíldu þig.“

Ráð nr. 9:

„Google er vinur þinn. Ef þú ert að spá í kolvetnismagni, þá þarftu aðeins að googla það.“

Ráð nr. 10:

„Lestu alltaf utan á vörur! Það á eftir að koma þér á óvart hvað margar vörur fela kartöflu sterkju.“

https://www.instagram.com/p/B1Z09BuBblm/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
10.02.2024

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
21.12.2023

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
02.11.2023

B.L.T. með twisti

B.L.T. með twisti
Matur
27.10.2023

Ítölsk tortellini tómatsúpa

Ítölsk tortellini tómatsúpa
Matur
26.10.2023

Tikka masala grænmetisætunnar

Tikka masala grænmetisætunnar