Það eru margir á ketó þessa dagana en við á matarvefnum höfum séð uppskrift að ketó ís á ýmsum uppskriftarsíðum nýverið. Uppskriftin er afar einföld og ætti að gleðja þá sem eru á ketó.
Hráefni:
2 dósir kókosmjólk
2 bollar rjómi
¼ bolli fínmöluð sæta
1 tsk. vanilludropar
smá salt
Aðferð:
Kælið kókosmjólkina í ísskáp í að minnsta kosti 3 klukkutíma, helst yfir nótt. Opnið dósirnar og takið rjómann úr en skiljið vökvann eftir í dósinni. Þeytið kókosrjómann vel og leggið til hliðar. Stífþeytið rjómann í annarri skál og blandið honum saman við sætuefni og vanilludropa. Blandið kókosrjómanum saman við og setjið blönduna í form. Frystið í um fimm klukkutíma.