Matarsíðan Delish er stútfull af alls kyns sniðugum uppskriftum – eins og þessari hér fyrir neðan. Við fyrstu sýn virðist þetta snakk vera búið til úr kartöflum en svo er nú aldeilis ekki. Radísur eru hér í aðalhlutverki.
Hráefni:
7 meðalstórar radísur
1 msk. grænmetisolía
1/2 tsk. hvítlaukskrydd
salt og pipar
Aðferð:
Hitið ofninn í 105°C. Þið ráðið hvort þið takið hýðið af radísunum eða ekki. Skerið radísurnar í þunnu sneiði með mandólíni og setjið sneiðarnar í stóra skál. Blandið olíu, hvítlaukskryddi, salti og pipar saman við radísurnar og blandið þar til sneiðarnar eru huldar í olíu og kryddi. Raðið sneiðunum í einfalda röð á ofnplötur. Bakið í 1 klukkustund, jafnvel fimmtán mínútur til, eða þar til flögurnar eru gylltar og stökkar. Látið kólna í 5 mínútur og berið fram með ídýfu.