Avokadó er sannkölluð ofurfæða og þetta jógúrt gerir alla morgna svo sannarlega betri.
4 dl af frosnum ávöxtum, t.d hindber, ananas og mangó
1 dl þykk kókosmjólk
2 – 3 dl vatn
1/2 avókadó
2 döðlur
Allt sett í blandara og blandað vel saman. Geymist í loftþéttum umbúðum til dæmis glerflösku í tvo daga í ísskáp.