Það er fátt meira pirrandi en að ætla að gæða sér á ljúffengu taco-i og taco skelin brotnar við minnsta hnjask – jafnvel bara þegar maður er að fylla hana af gúmmulaði.
Það er hins vegar til afar einföld lausn á þessum vanda. Sumir hafa gripið til þess ráðs að hita skeljarnar aðeins í ofni eða örbylgjuofni til að gera skeljarnar aðeins meðfærilegri. Hins vegar lumar Reddit notandinn hyteck9 á frábæru ráði sem toppar öll önnur.
Hans ráð er einfaldlega að setja ost í skelina áður en hún er fyllt, skella skelinni í ofn í smá stund svo osturinn bráðni og fylla hana svo. Þannig verður botn skeljarinnar mun sterkari og osturinn gerir algjört kraftaverk við að líma hana saman.