Er korter í kvöldmat? Hér er einföld og fljótleg uppskrift af afskaplega bragðgóðum pastarétt sem slær alltaf í gegn.
250 g pasta
250 ml soyja rjómi
½ dl næringarger
1 hvítlauksgeiri, pressaður
1 tsk. paprikukrydd
salt og pipar eftir smekk
hálfur rauðlaukur
hálf græn paprika
200 g hreint oumph
Byrjið á því að sjóða pastað. Steikið saman á pönnu, hvítlauk, lauk, papriku og Oumph ásamt kryddinu, þar til Oumphið er orðið eldað í gegn. Hellið út í pönnuna rjómanum og hrærið næringagerinu saman við. Látið sjóða í tíu mínútur áður en pastanu er hrært saman við. Berið fram eitt og sér eða með hvítlauksbrauði.