Þegar sólin lætur sjá sig er óþarfi að eyða of löngum tíma yfir eldavélinni. Þessi réttur er einfaldur, fljótlegur og bráðhollur.
4 avókató
Sítrónusafi
1 tsk. olífuolía
Rauðlaukur
500 g nautahakk
1 pakki taco kryddblanda
Salt og pipar eftir smekk
Rifin ostur
Kirsuberjatómatar
Sýrður rjómi
Skerið avótakó í tvennt og fjarlægið ¼ af innihaldi bátanna. Kreistið sítrónusafa yfir. Steikið smáttskorinn lauk upp úr olíu þangað til hann er mjúkur. Bætið þá nautahakkinu saman við og kryddið til. Hellið hakkblöndunni ofan í holurnar á avókató-bátunum. Dreifið tómötum og rifnum osti yfir og toppið með sýrðum rjóma.