fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Matur

Salatið sem gerir það auðvelt að vera ketó

Fókus
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 12:00

Algjört lostæti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir á hinu svokallaða ketó mataræði. Það vill hins vegar oft gerast þegar að fólk tileinkar sér nýjar venjur að matseðillinn verður heldur einhæfur. Þetta ketó salat er því æðislegt uppbrot á hefðbundnum ketó matseðli, en uppskriftin er fengin af síðunni Delish.

Ketó salat

Hráefni:

3 brokkolíhausar, skornir í litla bita
2 gulrætur, rifnar
½ rauðlaukur, þunnt skorinn
½ bolli þurrkuð trönuber
½ bolli möndlur, saxaðar
6 beikonsneiðar, eldaðar og muldar
salt og pipar
½ bolli mæjónes
3 msk. eplaedik

Aðferð:

Setjið fjóra bolla af vatni í pott og náið upp suðu. Saltið vatnið. Setjið vatn með ísmolum í stóra skál. Setjið brokkolí í sjóðandi vatnið og sjóðið í 1 til 2 mínútur. Takið úr pottinum og setjið í ísvatnið. Þegar að brokkolíið hefur kólnað er vatninu hellt af því. Blandið brokkolí, gulrótum, rauðlauk, trönuberjum, möndlum og beikoni saman í skál. Blandið mæjónesi og ediki saman í lítilli skál og saltið og piprið. Hellið mæjónesblöndunni yfir salatið og blandið vel saman. Njótið!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
02.11.2023

B.L.T. með twisti

B.L.T. með twisti
Matur
01.11.2023

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli
Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu